Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 19:50 Liðið er skipað nemendum úr verkfræðigreinum Háskólans en einnig úr raunvísindum og viðskiptafræði. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa. Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa.
Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira