Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi Árni Sæberg skrifar 16. ágúst 2021 19:50 Liðið er skipað nemendum úr verkfræðigreinum Háskólans en einnig úr raunvísindum og viðskiptafræði. Aðsend/Kristinn Ingvarsson Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa. Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá liðinu ber bíllinn heitið TS21 – Katla og verður grundvöllur keppnisbíls sem liðið vonast til þess að geta farið út með á alþjóðleg kappakstursmót stúdenta á næsta ári. Tíu ár eru síðan hönnunar- og kappaksturslið var stofnað við Háskóla Íslands en það hefur tekið þátt í alþjóðlegum hönnunar- og kappakstursmótum háskólanema undir hatti Formula Student víða um Evrópu, meðal annars á keppnisbrautum í Formúlu 1. Síðustu tvö sumur hafa slík mót nánast legið niðri vegna kórónuveirufaraldursins. Faraldurinn hefur jafnframt sett sitt mark á þróunar- og hönnunarstarf Team Spark og því hefur þróun bílsins tekið tvö ár í stað eins líkt og venja er. Faraldurinn var ekki eina áskorunin Liðsmenn hafa þó ekkert slegið af metnaðinum og að sögn Magneu Haraldsdóttur, fráfarandi framkvæmdastjóra liðsins, hefur helsta áskorunin, auk faraldursins, verið ný framleiðsluaðferð burðarvirkis. „Við erum eitt af fyrstu liðunum í Formula Student heiminum til þess að gera bíl með þessari aðferð. Hún er mun fljótlegri og áreiðanlegri heldur en fyrri aðferð og því hefur verið mikil framför í vinnu burðarvirkishópsins síðustu tvö ár,“ segir Magnes. Burðavirkið er úr áli og framleiðsla þess tekur aðeins tvær vikur í stað tveggja til þriggja mánaða áður. Liðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að þróa rafknúinn bíl en hönnun slíks bíls er mun flóknari en þróun bensínsbíls þar sem mun meiri kröfur eru gerðar til rafmagnsbíla en bensínbíla í Formula Student keppnum. Þróunin fer fram í góðu samstarfi við stóran hóp öflugra bakhjarla liðsins úr íslensku atvinnulífi, sem leggja í senn til aðstöðu, búnað og fjármagn til hönnunar bílsins. Erfitt hafi verið að stýra liðinu í gegnum fjarfundarbúnað „Liðið hefur unnið þrekvirki að ná að framleiða heilan bíl á þessum fordæmalausu tímum en það að stjórna fjörutíu manna kappakstursliði í gegnum fjarfundarbúnað hefur verið mjög krefjandi en á sama tíma ótrúlega lærdómsríkt. Liðið er því mjög spennt að geta loksins afhjúpað nýjustu smíðina sem við erum öll mjög stolt af,“ segir Magnea. Til stendur að þróa bílinn enn frekar í vetur og prófa aksturseiginleika hans við ýmsar aðstæður. Það kemur væntanlega í hlut stórs hóps nýrra liðsmanna, sem aflað verður nú í haust, að halda áfram vinnu við bílinn en markmiðið er að halda utan með hann á alþjóðleg hönnunar- og kappakstursmót stúdenta næsta sumar ef aðstæður leyfa.
Reykjavík Bílar Háskólar Vistvænir bílar Skóla - og menntamál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira