Hjól og hundar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Samgöngur Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum. Einnig er ljóst að hundaeign landsmanna hefur vaxið mikið enda stór hluti göngumanna með besta vin mannsins í bandi, þó misjafnt væri hvor togaði hvern. Þetta eru að mörgu leyti jákvæðar breytingar en á sama tíma eru þarna vannýtt tækifæri sem bráðnauðsynlegt er að virkja betur til góðs. Hjólreiðar Þessi mikla hjólaeign sýnir að fjölmargir landsmenn hafa fjárfest í hágæða ferðafákum sem eru einmitt nýtnustu og umhverfisvænstu samgöngutæki sem völ er á, hvort sem þau eru rafdrifin eður ei. Ríkisstjórnin var meðvituð um þessa staðreynd þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskattinn af slíkum farartækjum nýverið. Þessi mikla hjólreiðavæðing sýnir tvennt: A) hjól eru greinilega til staðar á fjölmörgum heimilum, B) fjölmargir virðast kunna á farartækið. Það sem vantar hinsvegar upp á er að þessi hjól sjáist í ferðum til og frá vinnu eða í öðrum erindagjörðum þar sem bifreið er skilin eftir. Enn eru of margir sem tengja hjólreiðar einungis við útivist og frítíma. Hjól eru nefnilega alvöru samgöngutæki sem geta fækkað bílakílómetrum umtalsvert. Með því að nota hjól til almennra samgangna, en ekki bara í skemmtiferðir, þá græðir maður tvöfalt. Þannig færðu áfram hreyfingu og útivist en líka olíusparnað og minni mengun. Í raun færðu enn meiri sparnað því að minni notkun á bíl sparar ekki bara olíu heldur líka dekkjaskipti og viðhald auk þess sem verðrýrnun bílsins minnkar með minnkandi notkun. Hundagöngur Hundar eru bestu vinir mannsins og bæta geð margra landsmanna en til að hundarnir sjálfir haldi sæmilegri geðheilsu þurfa þeir hreyfingu allt árið um kring. Þessu mæta langflestir hundaeigendur með reglulegum göngutúrum með dýrin. Þessi mikla hundaaukning sýnir tvennt: A) að ótrúlega margir ráða við að ganga skemmri og lengri vegalengdir, B) að hægt er að ganga flesta daga ársins þó veður sé misjafnt. Flestir sem ganga með hunda upplifa að gangan geri þeim gott bæði líkamlega og andlega. Þess vegna væri frábært ef fleiri myndu nýta þessa gönguhæfileika til að ganga til vinnu eða ganga að strætisvagnastöðvum til vinnu. Fætur eru líka samgöngutæki sem eru því miður eru vannýttir í dag. Fækkum bílakílómetrum Margir sem lesa svona greinar halda að þær snúist bara um að fækka bílum sem hjá mörgum eru nánast heilög eign. Hér er hinsvegar bara verið að tala um að fækka bílakílómetrum þ.e. að nota bílinn örlítið minna og fá í staðinn ríkulega greitt í formi peningasparnaðar og betri líkamlegrar og andlegrar heilsu. Þetta á heldur ekki við um alla, því sumir eiga mjög erfitt með að minnka bílanotkun. Það eru hinsvegar mjög margir sem geta fækkað bílakílómetrum örlítið með því að hjóla eða ganga oftar í stað þess að velja alltaf bílinn í allt. Heimurinn hrópar á aðgerðir í loftslagsmálum strax og hér geta margir lagt í púkkið án þess að kosta miklu til. Ef allir landsmenn myndu sleppa bílnum bara einn dag á ári þá myndu árlega sparast yfir 600 þúsund olíulítrar. Þetta er líka efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland vegna þess að bílar, olía, dekk og varahlutir eru allt saman innfluttur kostnaður. Ef bílakílómetrum fækkar örlítið þá endast bílar, dekk og varahlutir örlítið betur og minnka á endanum samanlagða innflutningsþörf og gjaldeyriseyðslu. Með aukinni hjólreiða- og hundaeign höfum við sýnt fram á getu okkar til að hjóla og ganga og nú þurfum við að nýta þessa getu betur til að fækka bílakílómetrum fyrir Móður Jörð og íslenskan efnahag. Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun