Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2021 15:55 Fólk beitir ýmsum brögðum til að glíma við sumarhitann í Róm þessa dagana. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuður frá upphafi mælinga. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka. Loftslagsmál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Samkvæmt nýjum tölu Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) var meðalhitinn yfir landi og hafi á jörðinni 0,93°C hærri en meðaltal 20. aldarinnar sem var 15,8°C. Þar með varð júlí hlýjasti mánuðurinn í 142 ára mælingarsögu, að því er segir í tilkynningu á vef NOAA. Meðalhitinn yfir landi á norðurhveli í júlí sló met sem var sett árið 2012 og var 1,54°C yfir meðaltali 20. aldarinnar. Í Asíu var júlí einnig sé hlýjasti frá upphafi mælinga og sló met sem var sett árið 2010. Í Evrópu var síðasti mánuður annar hlýjasti júlímánuðurinn þar, aðeins júlí 2018 var hlýrri. Í Norður- og Suður-Ameríku, Afríku og Eyjaálfu var júlí í hópi tíu heitustu júlímánaða þar. Nú er nær öruggt að 2021 verði á meðal tíu hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Hafísútbreiðsla á norðurskautinu í júlí var sú fjórða minnsta í júlí mánuði frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir 43 árum. Hún hefur aðeins mælst minni árin 2012, 2019 og 2020. Í Suður-Íshafinu, þar sem nú er vetur, var útbreiðsla hafíssins yfir meðaltali og hefur hún ekki verið meiri frá árinu 2015. Útbreiðslan þar var sú áttunda mesta frá því að mælingar hófust. JUST IN: It s official. #July was Earth s hottest month on record. https://t.co/xKGLizOml4 via @NOAANCEIclimate #StateOfClimate #July2021 (Tweet 1 of 5) pic.twitter.com/Qqbu6CLqVt— NOAA (@NOAA) August 13, 2021 Fyrr í þessari viku birti milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) nýja úttektarskýrslu á stöðu loftslags jarðar þar sem kom meðal annars fram að markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun innan 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu brysti líklega strax á næsta áratug. Aukin vissa er nú fyrir því að aukin hlýnun jarðar hafi í för með sér vaxandi veðuröfgar, þar á meðal aftakaúrkomu og öflugri hitabylgjur og þurrka.
Loftslagsmál Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira