Klopp skilur ekki hvernig Manchester United getur eytt svona miklu í leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 12:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist þurfa að selja leikmenn til að geta keypt nýja leikmenn til Liverpool. EPA-EFE/Alex Livesey Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja hvernig erkifjendurnir í Manchester United hafi getað eytt svona stórum upphæðum í nýja leikmenn í sumar. Það kemur honum aftur á móti ekki á óvart að Manchester City, Chelsea og Paris Saint-Germain geti eytt miklu. United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira