Klopp skilur ekki hvernig Manchester United getur eytt svona miklu í leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 12:15 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist þurfa að selja leikmenn til að geta keypt nýja leikmenn til Liverpool. EPA-EFE/Alex Livesey Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist ekki skilja hvernig erkifjendurnir í Manchester United hafi getað eytt svona stórum upphæðum í nýja leikmenn í sumar. Það kemur honum aftur á móti ekki á óvart að Manchester City, Chelsea og Paris Saint-Germain geti eytt miklu. United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
United keypti Jadon Sancho frá Borussia Dortmund fyrir 73 milljónir punda og borgaði Real Madrid 34 milljónir punda fyrir franska miðvörðinn Raphael Varane. Þetta bætist ofan á kaup United undanfarin tímabil þar sem liðið hefur eytt miklu meira en Liverpool í nýja leikmenn. Á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, sem er á móti Norwich á morgun, var Klopp spurður út í eyðslu annarra liða. "What United is doing, I don't know how exactly they do it. I'm never surprised about the financial power of Chelsea or City or United."Jurgen Klopp compares Liverpool's transfer window to clubs like Man City, Chelsea, Man United and PSG pic.twitter.com/YOsb67bXvq— Football Daily (@footballdaily) August 13, 2021 „Við þekkjum öll stöðuna hjá Chelsea, City og PSG,“ sagði Jürgen Klopp en hélt svo áfram: „Það sem United er að gera. Ég veit ekki hvernig þeir fóru að því. Við förum okkar eigin leið og megum eyða þeim peningum sem við fáum inn í félagið. Svoleiðis hefur það alltaf verið,“ sagði Klopp. „Í ár eyddum við pening áður en við fengum hann inn þegar við keyptum [Ibrahima] Konate. Við urðum að gera það því við viljum ekki taka neina áhættu með að lenda í sömu stöðu og í fyrra,“ sagði Klopp en miðvarðarhallærið fór illa með Liverpool í öllum meiðslunum á síðasta tímabili. „Það kemur mér samt aldrei á óvart hversu mikla peninga Chelsea, City eða United hafa yfir að ráða. Ég hef verið hérna nógu lengi til að vita að þeir finna alltaf einhverjar lausnir fyrir sig,“ sagði Klopp. Manchester City setti nýtt breskt met með því að kaupa Jack Grealish frá Aston Villa fyrir hundrað milljónir punda og er líka að eltast við Harry Kane, framherja Tottenham. Chelsea bætti félagsmetið með því að kaupa Romelu Lukaku frá Internazionale fyrir 97,5 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira