Íslendingar erlendis hafi samband við sendiráð áður en gengið er til atkvæðagreiðslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 12:01 Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, hvetur Íslendinga erlendis til að hafa samband við sendiráð eða kjörræðismenn sína áður en þeir hyggjast greiða atkvæði sitt í Alþingiskosningunum. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum í dag og í sendiráðum Íslands erlendis. Boðað var formlega til Alþingiskosninga í gær sem fara fram þann 25. september. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“ Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst strax í dag og verður hægt að greiða atkvæði hjá sýslumönnum á Íslandi. Erlendis fer kosning utan kjörfundar fram á skrifstofum sendiráða, í aðalræðisskrifstofum eða hjá kjörræðismönnum og verður hægt að ganga til atkvæðagreiðslu hjá þeim strax í dag. „Íslendingar í útlöndum geta greitt atkvæði utan kjörfundar í sendiráðum Íslands erlendis en líka hjá kjörræðismönnum víða um heim og þá bara eftir samkomulagi,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi Utanríkisráðuneytisins. Vegna þess ástands sem ríkir í heiminum vegna COVID-19 farsóttarinnar geti þau tilvik komið upp vegna sóttvarnaráðstafana stjórnvalda á hverjum stað, að aðgengi kjósenda að kjörstöðum í útlöndum verði takmarkað. „Vegna heimsfaraldursins mælum við almennt með því að fólk hafi samband við sendiskrifstofurnar um fyrirkomulagið á hverjum stað,“ segir Sveinn. Greiði Íslendingar atkvæði erlendis verða þeir að koma atkvæði sínu heim til Íslands að eigin frumkvæði. Mikilvægt sé að fólk geri það í tæka tíð þar sem flug- og póstsamgöngur séu óáreiðanlegar og geti tekið lengri tíma vegna faraldursins. „Það er mjög mikilvægt að hnykkja einmitt á því að fólk þarf sjálft að annað hvort póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til kjörstjórnar á Íslandi.“
Alþingiskosningar 2021 Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07 Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Hægt verður að kjósa til Alþingis frá og með morgundeginum Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna Alþingiskosninga hefst hjá sýslumönnum á morgun, föstudaginn 13. ágúst. Þing var rofið í dag og boðað til kosninga þann 25. september. 12. ágúst 2021 17:07
Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. 12. ágúst 2021 16:13