Milljónir hafa horft á stikluna fyrir kvikmyndina Dýrið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. ágúst 2021 15:14 Stikla úr myndinni Dýrið eða Lamb. Hér má sjá leikkionuna Naomi Rapace. Dýrið Íslenska kvikmyndin Dýrið vakti gríðarlega athygli þegar hún var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes og nú er stiklan fyrir myndina að fá metáhorf. Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira
Dýrið fékk verðlaun fyrir frumleika í Un Certain Regard keppninni og erlendir fjölmiðlar kepptust við að ausa hana lofi. Eftirvænting fyrir frumsýningu hennar fer vaxandi eins og áhorfið á einstaklega vel heppnaða alþjóðlega stikluna sýnir. Á rúmri viku er búið að horfa á stikluna tæplega 1.8 milljón sinnum á Twitter reikningi A24 og 2.6 milljón sinnum á vinsælustu útgáfuna á Youtube til viðbótar. Þá eru ótalin milljón áhorf á Facebook og hundruð þúsund áhorfa á aðrar útgáfur af stiklunni á Youtube: Þá eru tugir búin að birta Youtube myndbönd af sér að bregðast við stiklunni, búið að ræða hana á vinsælum kvikmynda bloggum og hlaðvörpum og bókstaflega þúsundir sagt hug sinn á Twitter. Það er ekki hægt að líkja viðbrögðunum við stiklu fyrir Dýrið við neina aðra íslenska kvikmynd eða sjónvarpsefni hingað til, segja aðstandendur myndarinnar. Bandaríska framleiðslu-og dreifingarfyrirtækið A24 tryggði sér sýningarrétt að Dýrinu í Norður-Ameríku. Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal. Þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Myndin var tekin upp í Hörgársveit. Valdimar Jóhannsson leikstýrði myndinni og handritið skrifaði hann í samvinnu við Sjón. Með aðalhlutverk fer sænska leikkonan Noomi Rapace, en hún bjó á Íslandi sem barn og er þetta fyrsta aðalhlutverk hennar á íslensku. Auk hennar fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk. Dýrið verður frumsýnd í lok september hér á landi og 8.október í Bandaríkjunum og heitir þar Lamb. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02 A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Opnar sig eftir handtökuna Lífið Fleiri fréttir Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu Sjá meira
Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. 28. júlí 2021 11:59
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14
Kann betur við Cannes í Covid Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni. 14. júlí 2021 13:02
A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku. 5. júlí 2021 21:24