Tvö samfélög Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2021 08:35 Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Umræðan um sóttvarnaraðgerðir, nú þegar stór hluti þjóðarinnar hefur verið bólusettur, en Delta afbrigði COVID-19 leikur lausum hala í samfélaginu veldur mörgu fötluðu, langveiku og eldra fólki áhyggjum, sem og ástvinum þeirra. Þessir hópar hafa þegar þurft að þola mikla innilokun í það eina og hálfa ár sem COVID-19 hefur geisað; hjúkrunarheimili hafa verið lokuð gestum, þjónusta við fatlað fólk hefur verið skert og þorri fatlaðs fólks hefur unnið heima frá upphafi faraldursins. Þá hefur heilbrigðisþjónusta verið stopul vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið, aðgerðum frestað og oft erfitt að nálgast sérfræðilækna. Ef sú lína yrði tekin að sleppa ætti veirunni lausri í samfélaginu, þýðir það um leið að viðkvæmum hópum er gert að loka sig af en aðrir hópar samfélagsins lifa í frelsi eins og lífið var áður. Þarna verður til grófur aðskilnaður fatlaðs, langveiks og eldra fólks frá samfélaginu. Hópur sem þegar býr við mismunun, fordóma og aðskilnað verður í enn verri stöðu. Tvö samfélög. Það er hins vegar ekki svo að fatlað, langveikt og eldra fólk liggi almennt í kör heima fyrir. Við erum virk í samfélaginu, eigum börn og barnabörn á öllum skólastigum, vinnum, göngum í skóla, verslum í matinn, njótum menningar, sinnum áhugamálum og fleira. Þá er fjöldinn allur af fólki sem vinnur við að aðstoða þessa hópa — fólk sem á sér líf, þarf líka að versla í matinn, á börn á öllum skólastigum o.fl. Af þessu leiðir að margt fatlað, langveikt og eldra fólk, t.d. þeir sem nota NPA eða fá heimaþjónustu af einhverju tagi, neitar sér um lífsnauðsynlega aðstoð til þess að minnka líkurnar á að fá smit inn á heimili sín. Fyrir jafnaðarmanneskju hljómar þessi aðskilnaður afar illa. Við erum þjóð sem vill skipta byrðum jafnt á axlir okkar og það sama á að gilda um sóttvarnir. Í stað þess að loka fatlað, langveik og eldra fólk inni, og allan þann fjölda sem vinnur með þeim, ættum við öll að leggja okkar af mörkum með því að dreifa ábyrgðinni jafnt. Frelsi sumra má ekki kosta innilokun annarra. Við höfum komist langt á samstöðu og samhjálp; höldum því áfram. Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar