Hissa á stórfurðulegum leiðbeiningum frá danska Covid-teyminu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. ágúst 2021 14:27 Brynja Sveinsdóttir og Snorri Ástráðsson fluttu út til Kaupmannahafnar í nám nú í lok júlí. vísir/aðsend Ungt íslenskt par, sem er nýflutt til Kaupmannahafnar, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar starfsmaður danska Covid-teymisins tilkynnti þeim að vegna þess að þau væru bólusett þyrftu þau alls ekki að fara í einangrun. Þau gætu valsað um götur Kaupmannahafnar ef þau pössuðu bara vel að þvo sér um hendur. Fyrir algjöra tilviljun var þetta leiðrétt af öðrum starfsmanni teymisins og þeim sagt að fara í einangrun. Snorri Ástráðsson og Brynja Sveinsdóttir fluttu út til Kaupmannahafnar í lok síðasta mánaðar. Þau greindust bæði smituð af Covid-19 á laugardaginn, Brynja fullbólusett með Pfizer og Snorri með einn skammt af Janssen og aukaskammt af Pfizer. Brynja fór að verða veik í lok síðustu viku og ákvað að fara í hraðpróf sem reyndist jákvætt. Þá drifu þau Snorri sig í PCR-próf, sem gefa öruggari niðurstöður, og reyndust bæði smituð. Þið þurfið auðvitað ekkert að vera í einangrun Þau fengu símtal frá danska Covid-teyminu á laugardagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt um niðurstöðurnar og fengu þá ansi undarlegar upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sínum málum smituð af Covid-19: „Vegna þess að þið eruð fullbólusett þá þurfiði auðvitað ekki að vera í einangrun,“ sagði starfsmaður Covid-teymisins við þau í símtali sem þau tóku upp og má sjá hér að neðan. „Getum við þá bara farið út?“ spyr Brynja starfsmanninn þá, sem svarar játandi. „En þegar þið farið út verðið þið auðvitað að þvo ykkur um hendur. Því að þið gætuð verið með eitthvað af veiru á höndunum,“ segir starfsmaðurinn. Þetta fannst þeim heldur undarlegar upplýsingar. „Þessi kona var bara að bulla og bulla eitthvað í okkur. Við héldum þarna að það væri bara staðan í Danmörku að bólusettir sem greindust með smit þyrftu ekkert að vera í einangrun,“ segir Snorri. „Síðan fyrir algjöra tilviljun fáum við annað símtal, því Brynja er skráð með tvö símanúmer úti og það hafði eitthvað hliðrast til í kerfinu hjá þeim. Og við ákveðum þá að spyrja hinn starfsmanninn sem hringir í okkur nánar út í þetta – hvort þetta hafi verið rétt hjá þeirri sem hringdi fyrst. Og þá var það auðvitað bara alls ekki þannig. Hún skildi ekkert hvernig sú sem hringdi á undan hafi verið að fara með þessa vitleysu við okkur.“ Þau eru nú bæði í einangrun í íbúð sinni, Brynja með væg einkenni en Snorri alveg einkennalaus. „Ef við hefðum ekki fengið þetta seinna símtal sem kom fyrir slysni þá værum við bara á vappi um göturnar held ég,“ segir Snorri hlæjandi. Þau segja alla mun rólegri yfir faraldrinum úti en hér heima. Þar eru stórar tónlistarhátíðir á dagskránni á næstu dögum, barir opnir til tvö á næturnar og gríðarlega margir safnist saman á götum úti, til dæmis fyrir stóra íþróttaviðburði. Þar eru hraðprófin einnig mikið notuð og mikið um hraðprófsstöðvar á götum Kaupmannahafnar. Miklu vægari reglur um einangrun Mikill munur er á reglum um einangrun í Danmörku og á Íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem eru bólusettir. Þeir sem eru bólusettir og einkennalausir þurfa að vera í einangrun í sjö daga en hinir sem eru bólusettir og fá einkenni mega losna úr einangrun eftir að þeir hafa verið einkennalausir í 48 klukkustundir. Þannig gæti Brynja losnað fyrr úr einangrun en Snorri, þó að hún hafi fengið einkenni en ekki hann. „Það var allavega það sem þau sögðu okkur í seinna símtalinu, þegar allt sem hin sagði var leiðrétt. Þá sagði hún mér að ég ætti að hugsa þetta eins og með flensu – að ef ég væri komin með það lítil einkenni að ég gæti hugsað mér að mæta í vinnuna eins og eftir venjuleg veikindi, þá ætti ég að bíða í tvo sólarhringa í viðbót og gæti svo farið úr einangruninni,“ segir Brynja. Á Íslandi þurfa bólusettir að vera í einangrun í allavega tíu daga og hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga til að losna úr einangrun. Þetta gildir aðeins um þá sem urðu ekki mikið veikir, hinir sem eru bólusettir og verða mikið veikir verða að vera í einangrun í fjórtán daga eins og hinir óbólusettu. Hér á Íslandi er líka mun betra eftirlit með fólki í einangrun; það er reglulega hringt í þá sem eru smitaðir af læknum Covid-göngudeildarinnar og til að losna úr einangrun þarf viðkomandi að hafa verið útskrifaður úr henni með símtali frá lækni. „Það er ekkert svoleiðis hér. Hér var það bara þetta símtal, það er að segja seinna símtalið með réttum upplýsingum, og okkur var bara sagt að við yrðum að meta þetta sjálf með einkennin og svona. Við bara förum út einangrun þegar við teljum þetta eiga við okkur, það er enginn sem hringir í okkur og tékkar á okkur eða útskrifar okkur," segir Snorri. Íslendingar erlendis Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira
Snorri Ástráðsson og Brynja Sveinsdóttir fluttu út til Kaupmannahafnar í lok síðasta mánaðar. Þau greindust bæði smituð af Covid-19 á laugardaginn, Brynja fullbólusett með Pfizer og Snorri með einn skammt af Janssen og aukaskammt af Pfizer. Brynja fór að verða veik í lok síðustu viku og ákvað að fara í hraðpróf sem reyndist jákvætt. Þá drifu þau Snorri sig í PCR-próf, sem gefa öruggari niðurstöður, og reyndust bæði smituð. Þið þurfið auðvitað ekkert að vera í einangrun Þau fengu símtal frá danska Covid-teyminu á laugardagsmorgun þar sem þeim var tilkynnt um niðurstöðurnar og fengu þá ansi undarlegar upplýsingar um hvernig þau ættu að haga sínum málum smituð af Covid-19: „Vegna þess að þið eruð fullbólusett þá þurfiði auðvitað ekki að vera í einangrun,“ sagði starfsmaður Covid-teymisins við þau í símtali sem þau tóku upp og má sjá hér að neðan. „Getum við þá bara farið út?“ spyr Brynja starfsmanninn þá, sem svarar játandi. „En þegar þið farið út verðið þið auðvitað að þvo ykkur um hendur. Því að þið gætuð verið með eitthvað af veiru á höndunum,“ segir starfsmaðurinn. Þetta fannst þeim heldur undarlegar upplýsingar. „Þessi kona var bara að bulla og bulla eitthvað í okkur. Við héldum þarna að það væri bara staðan í Danmörku að bólusettir sem greindust með smit þyrftu ekkert að vera í einangrun,“ segir Snorri. „Síðan fyrir algjöra tilviljun fáum við annað símtal, því Brynja er skráð með tvö símanúmer úti og það hafði eitthvað hliðrast til í kerfinu hjá þeim. Og við ákveðum þá að spyrja hinn starfsmanninn sem hringir í okkur nánar út í þetta – hvort þetta hafi verið rétt hjá þeirri sem hringdi fyrst. Og þá var það auðvitað bara alls ekki þannig. Hún skildi ekkert hvernig sú sem hringdi á undan hafi verið að fara með þessa vitleysu við okkur.“ Þau eru nú bæði í einangrun í íbúð sinni, Brynja með væg einkenni en Snorri alveg einkennalaus. „Ef við hefðum ekki fengið þetta seinna símtal sem kom fyrir slysni þá værum við bara á vappi um göturnar held ég,“ segir Snorri hlæjandi. Þau segja alla mun rólegri yfir faraldrinum úti en hér heima. Þar eru stórar tónlistarhátíðir á dagskránni á næstu dögum, barir opnir til tvö á næturnar og gríðarlega margir safnist saman á götum úti, til dæmis fyrir stóra íþróttaviðburði. Þar eru hraðprófin einnig mikið notuð og mikið um hraðprófsstöðvar á götum Kaupmannahafnar. Miklu vægari reglur um einangrun Mikill munur er á reglum um einangrun í Danmörku og á Íslandi, að minnsta kosti fyrir þá sem eru bólusettir. Þeir sem eru bólusettir og einkennalausir þurfa að vera í einangrun í sjö daga en hinir sem eru bólusettir og fá einkenni mega losna úr einangrun eftir að þeir hafa verið einkennalausir í 48 klukkustundir. Þannig gæti Brynja losnað fyrr úr einangrun en Snorri, þó að hún hafi fengið einkenni en ekki hann. „Það var allavega það sem þau sögðu okkur í seinna símtalinu, þegar allt sem hin sagði var leiðrétt. Þá sagði hún mér að ég ætti að hugsa þetta eins og með flensu – að ef ég væri komin með það lítil einkenni að ég gæti hugsað mér að mæta í vinnuna eins og eftir venjuleg veikindi, þá ætti ég að bíða í tvo sólarhringa í viðbót og gæti svo farið úr einangruninni,“ segir Brynja. Á Íslandi þurfa bólusettir að vera í einangrun í allavega tíu daga og hafa verið einkennalausir í að minnsta kosti þrjá daga til að losna úr einangrun. Þetta gildir aðeins um þá sem urðu ekki mikið veikir, hinir sem eru bólusettir og verða mikið veikir verða að vera í einangrun í fjórtán daga eins og hinir óbólusettu. Hér á Íslandi er líka mun betra eftirlit með fólki í einangrun; það er reglulega hringt í þá sem eru smitaðir af læknum Covid-göngudeildarinnar og til að losna úr einangrun þarf viðkomandi að hafa verið útskrifaður úr henni með símtali frá lækni. „Það er ekkert svoleiðis hér. Hér var það bara þetta símtal, það er að segja seinna símtalið með réttum upplýsingum, og okkur var bara sagt að við yrðum að meta þetta sjálf með einkennin og svona. Við bara förum út einangrun þegar við teljum þetta eiga við okkur, það er enginn sem hringir í okkur og tékkar á okkur eða útskrifar okkur," segir Snorri.
Íslendingar erlendis Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Fleiri fréttir Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Sjá meira