Fylgjast grannt með nýjum afbrigðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2021 23:30 Vísindamenn vakta ný afbrigði kórónuveirunnar. Getty Vísindamenn víða um heim vakta nú og fylgjast grannt með upplýsingum um ný afbrigði kórónuveirunnar. Reuters greinir frá. Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Eftir því sem kórónuveiran hefur stökkbreyst hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tekið upp á því að nefna afbrigði hennar eftir bókstöfum í gríska stafrófinu. Delta-afbrigðið virðist nú vera ríkjandi í heiminum og þarf ekki að líta lengra en til Íslands til þess að finna dæmi um það, en afbrigðið er helsti sökudólgurinn í þeirri bylgju sem nú er í gangi hér á landi í kórónuveirufaraldrinum. Afbrigðið var fyrst greint á Indlandi og virðist vera það skæðasta hingað til. Í umfjöllun Reuters segir að einn versti eiginleiki delta-afbrigðisins sé hversu bráðsmitandi það virðist vera. Rannsakendur í Kína hafi til að mynda komist að því að þeir sem smitist af afbrigðinu geti innihaldið allt að 1.260 sinnum fleiri veirur í nefkoki samanborið við þá sem smituðust af hinu upprunulega afbrigði veirunnar. Delta-plús á vöktunarlista á Indlandi Þá er einnig óttast að delta-afbrigðið muni stökkbreytast enn frekar og raunar hafa indversk yfirvöld sett svokallaða delta plús-afbrigði á sérstakan vöktunarlista, en það afbrigði hefur verið greint í 32 löndum. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafa þó ekki sett delta plús-afbrigðið á vöktunarlista en í frétt Reuters segir að sérfræðingar telji ekki víst að það afbrigði sé hættulegra en delta-afbrigðið. Telja lambda-afbrigðið á undanhaldi en fylgjast þó vel með Fréttir hafa einnig verið sagðar af lambda-afbrigðinu sem fyrst greindist í Perú í desember síðastliðnum. Afbrigðið er á sérstökum vöktunarlista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, en verið að rannsaka eiginleika þess. Í frétt Reuters segir að rannsóknir á afbrigðinu á rannsóknarstofnum bendi til þess að það innihaldi stökkbreytingar sem geti að einhverju leyti staðist mótefni af völdum bólusetningar. Í frétt Reuters segir þó að fjölmargir smitsjúkdómasérfræðingar telji að afbrigðið sé á undanhaldi, þannig sé til að mynda minna um að smit af völdum afbrigðisins séu tilkynnt í miðlægan gagnagnagrunn sem heldur utan um smit af völdum afbrigða kórónuveirunnar. Þá segja sérfræðingar einnig að svo virðist sem að lambda-afbrigðið sé ekki að smitast greiðlegra en önnur afbrigði auk þess sem að bóluefni virðist halda vel gegn afbrigðinu. Óttast B.1.621-afbrigðið Í frétt Reuters er einnig fjallað um B.1.621-afbrigðið sem enn hefur ekki unnið sér inn grískan bóskstaf. Það greindist fyrst í Kólumbíu í janúar og er það talið vera sökudólgurinn í bylgju sem þar hófst. Bóluefnin reynast vel gegn veikindum.Vísir/Vilhelm Sóttvarnarstofnun Evrópu er með afbrigðið á vöktunarlista á sama tíma og Lýðheilsustofnun Englands segir að verið sé að rannsaka eiginleika afbrigðisins. Talið er að allt að 37 tilfelli í Bretlandi séu af völdum þessa afbrigðis, auk þess sem að þess hefur orðið vart í Flórída í Bandaríkjunum. Talið er að afbrigðið innihaldi stökkbreytingar tengdar hafa verið við aukna útbreiðslu og minni vernd bóluefna. Telja heimsbyggðina þurfa bóluefni sem tryggi að veiran smitist ekki á milli manna Eins og komið hefur fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis virðist það liggja fyrir að bóluefnin gegn Covid-19 veiti ágæta vernd gegn alvarlegum veikindum, en ekki jafn góða vernd gegn smiti á milli manna og vonast var til. Í umfjöllun Reuters er haft eftir dr. Gregory Poland, sérfræðingi í bóluefnum hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum að útlit sé fyrir að að til þess að sigrast á Covid-19 þurfi heimsbyggðin á nýjum bóluefnum að halda, bóluefnum sem komi einnig í veg fyrir smit á milli manna. Lesa má umfjöllun Reuters hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir „Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26 Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04 Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31 Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
„Auðvitað er þetta ekki þannig að veiran verði látin geisa hér yfir allt“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki stefnan að láta kórónuveiruna „geisa hér yfir allt“, þrátt fyrir orð hans í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun um nú þyrfti að „reyna að ná þessu hjarðónæmi með því að láta veiruna einhvern veginn ganga“. 8. ágúst 2021 20:26
Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. 5. ágúst 2021 14:04
Fjöldi afbrigða sýni að veiran flæði yfir landamærin Flest bendir til þess að kórónuveiran sé að flæða yfir landamærin þar sem yfir helmingur smitaðra greinist með ýmsar nýjar stökkbreytingar delta-afbrigðisins að sögn forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann telur að skima eigi alla á landamærunum og ráðast í bólusetningarátak. Þannig sé hægt að takmarka aðgerðir innanlands. 4. ágúst 2021 18:31
Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. 3. ágúst 2021 11:19