Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 16:33 Tregða sumra Bandaríkjamanna til að láta bólusetja sig hefur valdið því að ESB er komið fram úr í bóluefnakapphlaupinu. Jeremy Hogan/Getty Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira