Evrópusambandið er komið fram úr Bandaríkjunum í bólusetningarkapphlaupinu Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2021 16:33 Tregða sumra Bandaríkjamanna til að láta bólusetja sig hefur valdið því að ESB er komið fram úr í bóluefnakapphlaupinu. Jeremy Hogan/Getty Þrátt fyrir að hafa byrjað töluvert hægar er Evrópusambandið nú búið að bólusetja stærri hluta íbúa en Bandaríkin. Sextíu prósent íbúa ESB hafa nú fengið einn skammt bóluefnis hið minnsta en einungis 58 prósent Bandaríkjamanna. Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast. Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Um miðjan febrúar síðastliðinn höfðu einungis fjögur prósent íbúa ESB fengið bóluefni. Á sama tíma var tólf prósent bandarísku þjóðarinnar hálf- eða fullbólusett. Á Ítalíu, þar sem 63 prósent tólf ára og eldri eru fullbólusett, var forsætisráðherrann Mario Draghi sigurreifur. „Ég sagði að ég vildi ekki fagna sigri, en það verður að segjast að Ítalía hefur bólusett stærri hluta íbúa en Frakkland, Þýskaland og Bandaríkin,“ sagði hann á föstudag þegar nýjar reglur tóku gildi í landinu. Á Ítalíu þarf fólk nú að færa sönnur fyrir því að það hafi þegið allavega einn skammt bóluefnis ef það vill borða innandyra á veitingastöðum, fara í líkamsrækt eða fara inn á samkomustaði. Yfirvöld í Evrópu segja góðan árangur í bólusetningu á Ítalíu og annars staðar í álfunni vera ríkisreknum heilbrigðiskerfum og trausti almennings á bóluefnum. Hæg byrjun betri að leikslokum Dr. Peter Liese, þýskur evrópuþingmaður, segir hæga byrjun bólusetninga innan ESB hafi borgað sig þar sem almenningur í Evrópu treysti bóluefninu betur fyrir vikið. „Ég er sannfærður um að við höfum góð rök til að útskýra fyrir fólki sem er efins um ágæti bóluefnisins að það hafi verið almennilega rannsakað í Evrópu,“ segir hann. „Nú er auðséð að ekki einungis hraði bólusetninga í byrjun heldur líka langtímaáætlun skipti miklu máli,“ bætti hann við. Bandaríkjamenn stíga á bremsuna Mikið hefur dregið úr hraða bólusetninga í Bandaríkjunum síðan hann náði hámarki. Í apríl síðastliðnum voru 3,4 milljónir skammta bóluefnis gefnir í Bandaríkjunum á degi hverjum en nú eru einungis 600 þúsund skammtar gefnir á dag. Talið er að upplýsingaóreiða og flokkspólitík stuðli að því að mikill fjöldi Bandaríkjamanna vilji ekki þiggja bóluefni. Teikn eru á lofti um að eins gæti farið fyrir bólusetningarherferðinni í Evrópu. Frá því að bólusetningar náðu hámarki í Þýskalandi í maí, þegar ein milljón skammta var gefin á dag, hefur fjöldi bólusetninga á dag helmingast.
Evrópusambandið Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira