Innlent

Veittu sautján ára stút eftirför

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkuð virðist hafa verið um stúta á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkuð virðist hafa verið um stúta á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregluþjónar veittu bíl eftirför í nótt eftir að ökumaður hans neitaði að stöðva við merkjagjöf. Bílnum var ekið á miklum hraða á undan lögreglu og fór ökumaðurinn meðal annars yfir gatnamót á rauðu ljósi.

Þegar bílinn stöðvaði loks var ökumaður hans handtekinn. Sá reyndist einungis sautján ára gamall og er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Auk hans voru þrír sextán ára farþegar í bílnum.

Samkvæmt dagbók lögreglu var ökumaðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins, sem er framkvæmd með aðkomu Barnaverndar og foreldra.

Þó nokkuð virðist hafa verið um að ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna í nótt. Þá voru minnst tveir ökumenn stöðvaðir sem voru án gildra ökuréttinda og annar þeirra hefur ítrekað verið tekinn fyrir akstur, þó hann hafi verið sviptur réttindum.


Tengdar fréttir

Stakk af úr leigubíl en skildi óvart símann eftir

Leigubílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á fimmta tímanum í miðbænum í nótt. Þá hafði farþegar stungið af frá ógreiddum reikningi en hann skildi óvart síma sinn eftir í bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×