Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2021 23:47 Loftslag á Íslandi stýrist meðal annars af Golfstraumnum sem flytur hlýjan sjó sunnan úr hafi norður á bóginn. Vísir/Vilhelm Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Vísindamenn hafa lengi velt vöngum yfir því hvort að svonefnd veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem Golfstraumurinn svonefndi er hluti af, gæti veikst vegna hlýnunar sjávar og ferskvatns frá bráðandi Grænlandsjökli. Fornloftslagsfræðingar hafa fundið vísbendingar um að hringrásin geti stöðvast skyndilega. AMOC er nokkurs konar færiband sem færir hlýjan og saltan sjó frá miðbaugi norður á bóginn og kaldan sjó suður frá norðurskautinu. Hringrásin dreifir varma um jörðina og hefur mikil áhrif á veðurfar víða um heim. Slökknaði á þessu færibandi gæti meðal annars kólnað til muna í Evrópu og austanverðri Norður-Ameríku. Ekki eru beinar athuganir sem sýna að hægt hafi á veltihringrásinni en ný greining á gögnum um hitastig og seltu sjávar sem ná tæp hundrað ár aftur í tímann gefur vísbendingar um að allir þeir þættir sem halda hringrásinni gangandi séu nú óstöðugri en áður, að sögn Washington Post. Hægari hringrás er viðkvæmari fyrir röskunum á jafnvægi hennar, hefur bandaríska blaðið eftir Niklas Boers, vísindamanni við Potsdam-loftslagsrannsóknastofnunina í Þýskalandi. Hringrásin gengur fyrir hita- og seltumismun á milli norðurs og suðurs en loftslagsbreytingar raska nú jafnvæginu. Boers segir nú ekki útilokað að AMOC gæti stöðvast með víðtækum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Rannsókn hans og félaga hans birtist í vísindaritinu Nature Climate Change. Kuldaskeið í þúsund ár Talið er að AMOC hafi stöðvast undir lok síðustu ísaldar þegar gríðarlegt magn ferskvatns úr risavöxnu jökullóni í Norður-Ameríku flæddi út í Atlantshafið. Þá hafi snarkólnað víða á norðurhveli jarðar, sérstaklega í Evrópu. Veðurvitni benda til þess að kuldaskeiðið hafi staðið yfir í þúsund ár. Líkurnar á að AMOC stöðvist á næstu 300 árunum voru ekki taldar miklar nema menn héldu áfram algerlega óheftri losun á gróðurhúsalofttegundum í skýrslu Sameinuðu þjóðanna um höfin og freðhvolf jarðar sem kom út árið 2019. Þar var þó gert ráð fyrir að hringrásin veiktist á þessari öld. Boers, höfundur nýju greiningarinnar, segir að rannsókn sín bendi til þess að vendipunkturinn fyrir hringrásina gæti verið mun nær en talið hefur verið. Það gæti þó þýtt allt frá fáum áratugum í nokkrar aldir, að því er segir í frétt The Guardian. „Öll teiknin á lofti eru í samræmi við að sjúklingurinn eigi við raunveruleg banvæn vandamál að stríða,“ segir hann. David Thornalley, vísindamaður við University College í London sem hefur birt rannsókn um að AMOC hafi ekki verið veikari í 1.600 ár, segir það áhyggjuefni að hringrásin virðist verða óstöðugri en menn viti enn ekki hvort að hún muni stöðvast eða hvenær það gæti þá gerst. Jafnvel þó að veltihringrásin stöðvaðist alveg og verulega kólnaði á norðurhveli jarðar stöðvaði það ekki hnattræna hlýnun til lengri tíma litið héldi stórfelld losun á gróðurhúsalofttegundum áfram. Rannsókn sem birtist í Nature árið 2015 þar sem loftslagslíkön voru notuð til að áætla áhrif stöðvunar hringrásarinnar á loftslag benti til þess að staðbundið gæti hún vegið upp á móti hnattrænni hlýnun í meira en öld. Hnattrænt gæti kólnunin hins vegar varað í aðeins nokkra áratugi áður en aftur byrjaði að hlýna vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira