Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Kjartan Kjartansson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. ágúst 2021 20:54 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Vísir/Stöð 2 Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Til skoðunar hefur verið hvort rétt sé að bólusetja 12-15 ára gömul börn gegn kórónuveirunni en engin ákvörðun hefur verið tekin um það ennþá. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, varaformaður þingflokks Pírata, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mikill þrýstingur væri frá kennurum að bólusetja börn vegna uppgangs delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjálf sagðist hún þeirrar skoðunar að betra væri að flýta sér hægt á meðan málið væri ekki komið lengra. Ekki lægi fyrir mat frá sóttvarnalækni á því hvort að áhætta af bólusetningu sé minni en af því að börn veikist mögulega af Covid-19. Kallaði hún eftir samtali við börn um bólusetningar og minnti á að Ísland á aðild að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það þarf að eiga sér stað virkt samtal við þau. Ef það er ekki hafið, sem mér sýnist ekki, er það á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal við börnin. Þetta snýst um bæði rétt barna til að taka sínar eigin ákvarðanir en líka forræði foreldra yfir börnum sínum. Þetta er bara mikilvægt siðferðislegt samtal sem þarf að opna núna,“ sagði Þórhildur Sunna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagðist Valtýr Thors Stefánsson, barnalæknir, skilja áhyggjur sumra foreldra af bólusetningu barna gegn Covid-19 en að ekkert benti til þess að þær hefðu alvarlegar afleiðingar í för með sér. Hann ímyndi sér að fyrir sóttvarnayfirvöldum vaki að grípa inn í áður en faraldurinn fer frekar úr böndunum við ákvörðun um hvort að börn verða bólusett.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Alþingi Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira