Nýr forseti sór embættiseið í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 17:46 Ebrahim Raisi (t.h.) sór embættiseið í höfuðborginni Teheran í dag. Við hlið hans stendur Gholamhossein Mohseni Ejehi, forseti hæstaréttar Írans. AP/Vahid Salemi Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019. Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019.
Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33
Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21
Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila