Nýr forseti sór embættiseið í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 17:46 Ebrahim Raisi (t.h.) sór embættiseið í höfuðborginni Teheran í dag. Við hlið hans stendur Gholamhossein Mohseni Ejehi, forseti hæstaréttar Írans. AP/Vahid Salemi Harðlínuklerkurinn Ebrahim Raisi sór embættiseið sem nýr forseti Írans í dag. Hann tekur við embættinu af Hassan Rouhani sem þótti hófsamur á íranskan mælikvarða. Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019. Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Fáir raunhæfir frambjóðendur sem gátu skákað Raisi, forsetaefni Khamenei æðstaklerks, voru á kjörseðlinum í forsetakosningunum sem fóru fram í júní. Sérstök valnefnd sem æðstiklerkurinn velur að stórum hluta hafnaði framboðum helstu bandamanna Rouhani auk Mahmouds Ahmadinejad, fyrrverandi forseta. Kjörsókn var sú dræmasta í manna minnum. Eftir að Raisi sór embættiseiðinn sagðist hann styðja hvers kyns diplómatískar umleitanir til að fá viðskiptaþvingunum heimsveldanna sem sliga efnahag landsins aflétt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Viðræður um að endurvekja kjarnorkusamning Írans við heimsveldin sem hófust í Vín fyrr á þessu ári hafa verið á ís undanfarið. „Íranska þjóðin býst við því að ný ríkisstjórn bæti líf hennar. Það verður að aflétta öllum ólöglegum refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn írönsku þjóðinni,“ sagði nýi forsetinn. Raisi hefur lengi sætt harðri gagnrýni fyrir aðild sína að mannréttindabrotum klerkastjórnarinnar í Íran. Hann er sakaður um að hafa átt þátt í aftökum á þúsundum pólitískra fanga árið 1988. Bandaríkjastjórn hefur beitt Raisi þvingunum fyrir mannréttindabrot frá 2019.
Íran Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33 Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21 Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Nýkjörinn forseti Íran þverneitar að hitta Biden Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Íran, hefur ekki nokkurn áhuga á því að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta. „Nei,“ svaraði hann einfaldlega, spurður á blaðamannafundi í dag. 21. júní 2021 12:33
Raisi sigurvegari í Íran Ebrahim Raisi bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Íran. Níutíu prósent atkvæða hafa verið talin og Raisi hefur hlotið rúmlega helming þeirra. 19. júní 2021 10:21
Vonleysi kjósenda fyrir forsetakosningar í Íran Kjósendur í Íran eru ekki vongóðir um úrslit forsetakosninganna sem fara fram í landinu á morgun hafi merkjanleg áhrif á lífsgæði þeirra. Búist er við slakri kjörsókn í kosningunum sem eru taldar munu festa völd Ali Khamenei, æðstaklerks, enn frekar í sessi. 17. júní 2021 09:01