Ólympíufari Norðmanna upplifði einelti og áreiti í skóla af því að hún æfði „asnalega“ íþrótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:00 Anne Vilde Tuxen sést hér dýfa sér í keppni á Ólympíuleikunum i Tókýó. AP/Dmitri Lovetsky Norska dýfingakonan Anne Vilde Tuxen endaði 33 ára bið Norðmanna á þessum Ólympíuleikum í Tókýó. Hún er fyrst Norðmanna síðan á ÓL í Seoul 1988 til að keppa í dýfingum á Ólympíuleikum. Tuxen elskaði dýfingar frá fyrsta degi og fór svo sannarlega á móti straumnum þegar hún valdi sér þessa íþrótt. Það þótti ekki vinsælt val hjá henni og fyrir vikið mátti hún þola einelti í skóla vegna íþróttarinnar sem þótti asnaleg. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) Tuxen ræddi þetta allt saman í viðtali við norska ríkisútvarpið og þar kom í ljós að fjölskylda hennar, sem kallar sig „Team Tuxen“ hefur heldur betur staðið við bakið á henni á langri leið hennar á Ólympíuleika. Faðir hennar þjálfar hana og yngri systir hennar æfir einnig íþróttina. „Ég lifi fyrir þetta og ég svo stolt af sjálfri mér. Þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ sagði Anne Vilde Tuxen um að vera að keppa á Ólympíuleikunum í dýfingum. Tíu ára gömul var hún farin að vakna klukkan sex á morgnanna til að ná lyftingaæfingu áður en hún færi í skólann. Nokkra tíma æfing og svo önnur æfing eftir skóla. „Svona gekk þetta í mörg ár,“ sagði Anne. Ekki tími fyrir neitt annað Þetta þýddi um leið að hún hafði ekki tíma fyrir neitt annað en skólann og æfingarnar. Það var mikill tími með „Team Tuxen" en enginn tími fyrir vini og skólafélaga. „Krakkarnir voru ekki hrifnir af því sem ég var að gera. Það voru mörg ljót orð sögð og ég var skilinn út undan. Ég komst ekki inn í hópinn,“ sagði Anne. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) „Þú ert mikið ein og fyrir utan allt. Ég hef svo oft komið heima úr skólanum og grátið. Þú ert einn af því að það þarf svo sérstakt framlag til að reyna að vera best,“ sagði Anne. Það var stór stund fyrir hana að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum og hún sendi frá sér skilaboð á Instagram. „Ég gafst aldrei upp þegar aðrir efuðust um mig og vildu bara ná höggi á mig. Mér hefur verið strítt hvernig ég lít út og fólk hefur efast um mig alla mína æfi, bæði vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið og þeirrar persónu sem ég vildi verða. Ég hef samt verið heppin að hafa svo frábært lið í kringum mig og ég hefði ekki getað þetta án ykkar. Við erum lið, við erum Team Tuxen,“ skrifaði hún. Gefa skít í allt saman og fara í partý En hefur hún verið við það að gefast upp. „Já. Gefa skít í allt saman og fara í partý. Drekka eins mikið og þau vilja og hætta í dýfingunum. Ég vildi stundum ekki standa alein og þetta var erfitt,“ sagði Anne. Tenk det, kjenn på det Ingenting en tiåring skal måtte oppleve uansett person og situasjon. Vi må heie på hverandre!! #Teamtuxen https://t.co/fNOBiQ1LY1— Gro Anita Trøan (@GroTran) August 4, 2021 Hún hefur fengið mikinn stuðning frá systur sinni Helle Tuxen sem er líka að æfa dýfingar. „Þegar ég var ellefu ára þá fékk ég kort frá Vilde. Hún hafði teiknað mynd af mér að dýfa mér á Ólympíuleikunum 2020. Það hefur síðan verið markmið og draumur okkar beggja,“ sagði Helle sem er litla systir Anne. Systurnar Helle Tuxen og Anne Vilde Tuxen þegar þær kepptu báðar á EM 2018.EPA-EFE/WILL OLIVER Ekki svalt að vera í dýfingum Helle hefur staðið með Anne í öllu mótlætinu. „Það var ekki svalt að vera í dýfingum. Ekki í barnaskóla, gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Að eiga stóra systur sem fer á fætur með þér og er til staðar. Það hefur skipt mig miklu máli því fólk getur verið svo vitlaust,“ sagði Helle sem ætlaði sér líka á leikana en aðeins Anne komst þangað. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. Dýfingar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Sjá meira
Tuxen elskaði dýfingar frá fyrsta degi og fór svo sannarlega á móti straumnum þegar hún valdi sér þessa íþrótt. Það þótti ekki vinsælt val hjá henni og fyrir vikið mátti hún þola einelti í skóla vegna íþróttarinnar sem þótti asnaleg. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) Tuxen ræddi þetta allt saman í viðtali við norska ríkisútvarpið og þar kom í ljós að fjölskylda hennar, sem kallar sig „Team Tuxen“ hefur heldur betur staðið við bakið á henni á langri leið hennar á Ólympíuleika. Faðir hennar þjálfar hana og yngri systir hennar æfir einnig íþróttina. „Ég lifi fyrir þetta og ég svo stolt af sjálfri mér. Þetta algjörlega fjarstæðukennt,“ sagði Anne Vilde Tuxen um að vera að keppa á Ólympíuleikunum í dýfingum. Tíu ára gömul var hún farin að vakna klukkan sex á morgnanna til að ná lyftingaæfingu áður en hún færi í skólann. Nokkra tíma æfing og svo önnur æfing eftir skóla. „Svona gekk þetta í mörg ár,“ sagði Anne. Ekki tími fyrir neitt annað Þetta þýddi um leið að hún hafði ekki tíma fyrir neitt annað en skólann og æfingarnar. Það var mikill tími með „Team Tuxen" en enginn tími fyrir vini og skólafélaga. „Krakkarnir voru ekki hrifnir af því sem ég var að gera. Það voru mörg ljót orð sögð og ég var skilinn út undan. Ég komst ekki inn í hópinn,“ sagði Anne. View this post on Instagram A post shared by Anne Vilde Tuxen (@annevilde) „Þú ert mikið ein og fyrir utan allt. Ég hef svo oft komið heima úr skólanum og grátið. Þú ert einn af því að það þarf svo sérstakt framlag til að reyna að vera best,“ sagði Anne. Það var stór stund fyrir hana að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum og hún sendi frá sér skilaboð á Instagram. „Ég gafst aldrei upp þegar aðrir efuðust um mig og vildu bara ná höggi á mig. Mér hefur verið strítt hvernig ég lít út og fólk hefur efast um mig alla mína æfi, bæði vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið og þeirrar persónu sem ég vildi verða. Ég hef samt verið heppin að hafa svo frábært lið í kringum mig og ég hefði ekki getað þetta án ykkar. Við erum lið, við erum Team Tuxen,“ skrifaði hún. Gefa skít í allt saman og fara í partý En hefur hún verið við það að gefast upp. „Já. Gefa skít í allt saman og fara í partý. Drekka eins mikið og þau vilja og hætta í dýfingunum. Ég vildi stundum ekki standa alein og þetta var erfitt,“ sagði Anne. Tenk det, kjenn på det Ingenting en tiåring skal måtte oppleve uansett person og situasjon. Vi må heie på hverandre!! #Teamtuxen https://t.co/fNOBiQ1LY1— Gro Anita Trøan (@GroTran) August 4, 2021 Hún hefur fengið mikinn stuðning frá systur sinni Helle Tuxen sem er líka að æfa dýfingar. „Þegar ég var ellefu ára þá fékk ég kort frá Vilde. Hún hafði teiknað mynd af mér að dýfa mér á Ólympíuleikunum 2020. Það hefur síðan verið markmið og draumur okkar beggja,“ sagði Helle sem er litla systir Anne. Systurnar Helle Tuxen og Anne Vilde Tuxen þegar þær kepptu báðar á EM 2018.EPA-EFE/WILL OLIVER Ekki svalt að vera í dýfingum Helle hefur staðið með Anne í öllu mótlætinu. „Það var ekki svalt að vera í dýfingum. Ekki í barnaskóla, gagnfræðaskóla eða menntaskóla. Að eiga stóra systur sem fer á fætur með þér og er til staðar. Það hefur skipt mig miklu máli því fólk getur verið svo vitlaust,“ sagði Helle sem ætlaði sér líka á leikana en aðeins Anne komst þangað. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
Dýfingar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti