Bólusetning skilyrði fyrir ferðalögum til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2021 23:32 Joe Biden Bandaríkjaforseti. Stjórn hans skoðar nú hvernig hægt sé að létta á ferðatakmörkunum til landsins, til dæmis með því að krefjast þess að erlendir ferðalangar séu bólusettir gegn kórónuveirunni. AP/Susan Walsh Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að gera bólusetningu gegn Covid-19 að skilyrði fyrir flesta erlenda ferðalanga sem þangað koma. Ferðalög erlendra ferðamanna til Bandaríkjanna eru enn verulega takmörkuð vegna faraldursins. Starfshópar á vegum Hvíta hússins kanna nú hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á ferðalög sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og stendur mega erlendir ferðalangar sem hafa dvalið nýlega í Kína, á Schengen-svæðinu, Bretlandi, Írlandi, Brasilíu, Suður-Afríku eða Indlandi ekki koma inn í Bandaríkin. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Joes Biden forseta taki nú fyrstu skrefin í átt að því að gera bólusetningu gegn Covid-19 að forsendu fyrir því að flestir erlendir ferðamenn fái að koma til landsins. Það yrði liður í að slaka á ferðatakmörkununum sem eru í gildi. Fáar undanþágur yrðu á þeirri kröfu. Fyrr í dag kallaði forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eftir því að þjóðir heims biðu með endurbólusetningar þegna sinna til þess að tryggja að þróunarríki þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni hafi aðgengi að efnunum. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að verða við þeim tilmælum WHO. Bandaríkin væru fær um að flytja út bóluefni til þróunarríkja á sama tíma og þau endurbólusettu eigin þegna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Starfshópar á vegum Hvíta hússins kanna nú hvernig hægt er að slaka á takmörkunum á ferðalög sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins. Eins og stendur mega erlendir ferðalangar sem hafa dvalið nýlega í Kína, á Schengen-svæðinu, Bretlandi, Írlandi, Brasilíu, Suður-Afríku eða Indlandi ekki koma inn í Bandaríkin. AP-fréttastofan segir að ríkisstjórn Joes Biden forseta taki nú fyrstu skrefin í átt að því að gera bólusetningu gegn Covid-19 að forsendu fyrir því að flestir erlendir ferðamenn fái að koma til landsins. Það yrði liður í að slaka á ferðatakmörkununum sem eru í gildi. Fáar undanþágur yrðu á þeirri kröfu. Fyrr í dag kallaði forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eftir því að þjóðir heims biðu með endurbólusetningar þegna sinna til þess að tryggja að þróunarríki þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt af bóluefni hafi aðgengi að efnunum. Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Bandaríkjastjórn ætlaði sér ekki að verða við þeim tilmælum WHO. Bandaríkin væru fær um að flytja út bóluefni til þróunarríkja á sama tíma og þau endurbólusettu eigin þegna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bandaríkin Tengdar fréttir WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
WHO hvetur til að beðið verði með endurbólusetningar Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar vill að þjóðir heims fresti því að endurbólusetja þegna sína gegn Covid-19 til þess að tryggja framboð á bóluefni fyrir lönd þar sem fáir hafa fengið fyrsta skammt ennþá. 4. ágúst 2021 17:39