Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2021 11:34 Ekki er mælt með því að fólk vappi um á hrauninu. Vísir/Vilhelm Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira