Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:38 Ásthildur Otharsdóttir. Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa. Vistaskipti Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Kaptio var stofnað árið 2012 og er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviðið bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu. Það er með höfuðstöðvar í Reykjavík og starfsemi í Bretlandi, Kanada og víðar. Hjá Kaptio starfa um fimmtíu manns. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að viðskiptavinir Kaptio séu alþjóðleg fyrirtæki í ferðaþjónustu og síðastliðin ári hafi félagið verið í hröðum vexti. Þar segir ennfremur að Ásthildur bættist nýverið í hóp eiganda Frumtaks Ventures en var áður stjórnarformaður félagsins og vísisjóðsins Frumtaks II sem er jafnframt stærsti hluthafi Kaptio. Hún er stjórnarformaður hjá Controlant og hefur setið í stjórnum ýmissa félaga, meðal annars Marel undanfarin ellefu ár og þar af síðustu átta árin sem stjórnarformaður. Þar hafi hún tekið þátt í örum vexti og uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og skráningu þess á Euronext í Amsterdam. Einnig sat Ásthildur í stjórn Icelandair Group í 7 ár. Áður leiddi hún viðskiptaþróun hjá Össuri, þar með talið yfirtökur og fjarstýringu og tók þátt í skráningu félagsins á NASDAQ í Kaupmannahöfn. „Ég hlakka til að takast á við spennandi tækifæri og áskoranir með frábæru teymi hjá Kaptio. Fyrirtækið hefur byggt upp mjög áhugaverðar lausnir fyrir framsýn fyrirtæki í ferðaþjónustu og á sterkan viðskiptavinahóp. Félagið er auk þess með metnaðarfullar áætlanir um að sækja fram í þessum geira. Ferðaþjónustan er að taka við sér og ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkt alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem er leiðandi í þeirri stafrænu umbreytingu sem á sér nú stað í ferðaþjónustunni“, segir Ásthildur Otharsdóttir, nýr stjórnarformaður Kaptio, í áðurnefndri tilkynningu. Þar er einnig haft eftir Viðari Svanssyni, framkvæmdastjóra, að reynsla Ásthildar af uppbyggingu og rekstri alþjóðlegra vaxtafyrirtækja muni reyndast gríðarlega verðmæt fyrir Kaptio. „Félagið er í undirbúningi fyrir næsta vaxtarfasa eftir að markaðir opnast og er því mikill fengur að fá Ásthildi til að leiða stjórn félagsins á þessum tímapunkti“, segir Viðar Svansson, framkvæmdastjóri Kaptio. Aðrir stjórnarmenn eru stofnendur Kaptio þeir Arnar Laufdal Ólafsson og Ragnar Fjölnisson auk Arnar Viðars Skúlasonar, fjárfestingastjóra hjá Nýsköpunarsjóði og Smára R. Þorvaldssonar, ráðgjafa.
Vistaskipti Mest lesið Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira