Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2021 08:05 Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti. vísir/vilhelm Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu. Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Í febrúar greindu Veitur frá fyrirhugaðri uppsetningu á 160 þúsund nettengdum snjallmælum. Hefur fyrirtækið samið við Securitas um mælaskipti á um 102 þúsund rafmagnsmælum, 55 þúsund varmamælum og þrjú þúsund vatnsmælum en samningurinn við Securitas er metinn á 1,8 milljarða króna. Áætlanir Veitna gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024. Í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar segir að ein rökin fyrir snjallvæðingunni sé að núverandi mælasafn Veitna sé komið að endimörkum líftíma síns og tækifæri talið vera til kynslóðaskipta. Þá sé um að ræða þátt í stafrænni þróun veitureksturs og þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptablaðið vakti fyrst máls á minnisblaðinu. Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Borgar einungis fyrir raunverulega notkun Með snjallmælunum verður gögnum um notkun viðskiptavina safnað á tíu til 60 mínútna fresti í stað þess að notkunarupplýsingar séu einungis lesnar einu sinni á ári. Að sögn Veitna gerir það að verkum að fólk borgar einungis fyrir raunnotkun, þarf ekki að lesa af mælum og áætlunarreikningar heyra sögunni til. Einnig munu viðskiptavinir geta fylgst náið með orkunotkun sinni og nýtt gögnin til að lækka orkureikninginn. Nýju mælarnir eiga svo að auka möguleika Veitna til að stýra viðhaldi veitukerfa og bregðast við þróun rafbílavæðingar. „Rafbílavæðing hefur í för með sér nýtt álag á veitukerfið sem nauðsynlegt er að vakta og stýra þannig að fjárfestingar í veitukerfunum nýtist sem best,“ segir í svarinu.
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03 Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. 15. febrúar 2021 10:03
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22