Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 12:00 Fólk er beðið um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni, enda breytast þær ört. Vísir/Vilhelm Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. „Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira