Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 12:00 Fólk er beðið um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni, enda breytast þær ört. Vísir/Vilhelm Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. „Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
„Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira