Dæmi að fólk missi af flugi vegna ófullnægjandi gagna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2021 12:00 Fólk er beðið um að kynna sér vel þær reglur sem eru í gildi hverju sinni, enda breytast þær ört. Vísir/Vilhelm Talsvert er um að fólk mæti ekki með fullnægjandi gögn á Keflavíkurflugvöll og dæmi eru um að það missi þar af leiðandi af flugi sínu út, segir Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Hann hvetur fólk til að fylgjast með þeim reglum sem séu í gildi hverju sinni, sem geti breyst frá degi til dags. Þá sé mikilvægt að ferðalangar mæti snemma í innritun því hún taki lengri tíma nú en áður. „Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
„Það hefur verið talsvert um að fólk hefur mætt hér og ætlað í flug en ekki haft þau gögn til þess að mega fara. Reglurnar breytast mjög fljótt, bæði hér og erlendis, þannig að fólk þarf að vera meðvitað áður en það fer í ferðalag að reglurnar geta breyst og það getur jafnvel orðið erfiðara að komast heim aftur ef þannig á stendur,“ segir Arngrímur. Örtröð var á Leifsstöð í morgun en 24 flug voru á áætlun fyrir hádegi. „Þetta eru kannski á milli 2000 og 3000 farþegar sem eru að mæta í brottfararsalinn á örfáum klukkutímum. Ég vill endilega hvetja fólk til þess að koma fyrr. Innritun opnar klukkan hálf fimm á morgnanna þannig að það er um að gera að mæta snemma,“ segir hann. Arngrímur bendir á að sjálfsinnritunarstöðvar séu ekki í notkun um þessar mundir, þar sem starfsmenn þurfi að taka á móti PCR-vottorðum, hraðprófum eða vottorðum um fyrri sýkingu, líkt og reglur kveði á um. „Það er talsverð vinna í innrituninni. Það þarf að skoða vottorð allra farþega sem fara úr landi og þetta er flókið. Það eru mismunandi kröfur á milli landa þannig að þetta er talsverð vinna hjá starfsfólki í innritun.“ Hertar reglur tóku gildi á landamærunum á miðnætti, þannig að allir ferðamenn, hvort sem er Íslendingar eða útlendingar, þurfa að framvísa vottorði um fyrri sýkingu eða neikvæðu covid-prófi. Arngrímur segir nýjar reglur ekki tefja neitt sérstaklega fyrir, þó vissulega hafi bæst ofan á verkefni lögreglu. Reglurnar hafa mest áhrif á Bandaríkjamenn, sem er stærsti ferðamannahópur landsins.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira