Heilbrigðiskerfið á hættustigi Erna Bjarnadóttir skrifar 27. júlí 2021 08:00 Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Heilbrigðismál Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ný bylgja COVID-19 sjúkdómsins sem borin er uppi af svo nefndu Delta afbrigði hefur skollið yfir okkur á örfáum dögum. Heilbrigðiskerfið er vanmáttugt gagnvart þessari óáran. Núna um hásumar eru starfsmenn eðlilega í sumarfríum. Fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins og skipulag þess virðist hannað í þá veru að hægt sé að nær slökkva á því yfir sumartímann nema fyrir það sem kalla má lífsbjargandi viðbrögð. Annað má bíða. Auk sumarleyfa eru hundruð starfsmanna í sóttkví, enda eru þeir þverskurður af samfélaginu. Landspítalinn er því nú þegar kominn á skilgreint hættustig. Heilbrigðiskerfið vanrækt Ragnar Freyr Ingvarsson læknir hefur gagnrýnt stjórnvöld harðlega fyrir stöðuna sem upp er komin. Annars vegar fyrir að hafa vanrækt að efla LSH, mönnun hafi verið einstaklega bágborin í sumar, takmarkað ráðið af afleysingafólki og fjölda legurýma verið lokað. Skemmst er þess einnig að minnast að 985 læknar, skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda þar sem þau söguðu m.a. að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Það sem hann nefnir þó fyrst er að stjórnvöld hafi brugðist með því að opna landamæri landsins upp á gátt og leyfa þannig nær óheft innflæði af smituðum en bólusettum einstaklingum. Sóttvarnalæknir hefur sagt í fjölmiðlum að við þessu hefði mátt búast. Á þetta hefur verið bent af fleirum jafnvel þó nokkru áður en þessar ákvarðanir voru teknar. Er Sóttvarnaráð til skrauts? Í fjölmiðlum hefur komið fram að þegar lögskipað Sóttvarnaráð Íslands fundaði síðast, þann 4. maí síðastliðinn, var það sett fram sem „algjört skilyrði“ fyrir opnun landsins að allir sem kæmu til landsins yrðu skimaðir fyrir kórónuveirunni, eins og haft var eftir Vilhjálmi Ara Arasyni lækni og fulltrúa Læknafélags Íslands í ráðinu, í frétt mbl.is þann 7. júlí 2020, sjá hér: . Sóttvarnaráð Íslands fékk heldur ekki neinu ráðið í skipulagi, vali eða forgangsröðun bólusetninga gegn Covid19. Hvers vegna er gengið fram hjá lögskipuðu ráðgjafaráði á hættutímum sem þessum. Er það af því að betra er að hlíta ráðum frá fáum en hafa marga með í ráðum? Sé svarið við því já eru stjórnvöld kolfallin bæði á lýðræðisprófi og því að fara eftir eigin lögum. Slíkt lögskipað ráð á að sjálfsögðu að kveða til starfa þar sem því er ætlað hlutverk. Með því má líka létta byrðar þeirra fáu sem borið hafa hitann og þungann af skipulagningu aðgerða og mótun tillagna fram til þessa. Ríkisstjórnin ber síðan ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar. Henni ber að horfa á og leggja mat á heildarhagsmuni. Nú stöndum við frammi fyrir því að skima þúsundir á degi hverjum, hundruð eða þúsundir eru í sóttkví með tilheyrandi vinnutapi og samfélagskostnaði, starfsfólk heilbrigðiskerfisins situr undir „hótun“ um að vera kallað úr sumarfríum og LSH er kominn á hættustig vegna þess að vanrækt hefur verið að efla hann, svo notuð séu orð Ragnars Freys. Ljóst er að eitthvert sambland af málamiðlunum og óskhyggju hefur setið við stjórnvölinn. Hér þarf að skipta um stefnu og móta skýra sýn um framhald aðgerða. Höfundur skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun