David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 10:01 David Winnie í viðtalinu í KR útvarpinu í gær. Skjámynd/Útvarp KR á fésbókinni KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR. Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR.
Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn