Kína vill ekki áframhaldandi rannsókn WHO á uppruna kórónuveirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 07:44 Frá sýningu um kórónuveiruna á Náttúruminjasafni Wuhan. Getty Kína hefur hafnað tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um áframhaldandi rannsókn á uppruna kórónuveirunnar. Ein af tilgátum stofnunarinnar er sú að veiran hafi sloppið út af kínverskri tilraunarstofu en sú kenning hefur ekki fallið í kramið meðal kínverskra stjórnvalda. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, lagði til fyrr í þessum mánuði að rannsókn hennar á upprunar kórónuveirunnar færi upp á annað stig. Stofnunin hefur þegar sent teymi vísindamanna til Wuhan, þar sem fyrstu smitin greindust fyrir tæpum tveimur árum, en þeir gátu aðeins rannsakað málið í tvær vikur í það skiptið. Nú vill WHO senda teymi til Wuhan til að skoða markaði og rannsóknarstofur og hefur stofnunin kallað eftir því að kínversk stjórnvöld verði liðleg og tryggi algera gegnsæi við rannsóknina. Fréttastofa Reuters greinir frá. „Við munum ekki samþykkja svona upprunarakningar áætlun, sem að mörgu leyti hundsar almenna þekkingu og fer gegn vísindum,“ sagði Zeng Yixin, aðstoðarráðherra í heilbrigðisnefnd Kína. Hann segist hafa verið hissa þegar hann hafi lesið tillögu WHO. Þar hafi Kína verið sakað um að reglur um rannsóknarstofur hafi verið brotnar og orðið til þess að veiran hafi lekið út í samfélagið á meðan á rannsókn á henni stóð. Yfirmaður WHO sagði fyrr í þessum mánuði að rannsókn á uppruna kórónuveirufaraldursins í Kína væri strand vegna skorts á frumgögnum frá fyrstu dögum faraldursins í Kína. Kína hefur haldið því fram að ekki sé hægt að afhenda gögnin vegna viðkvæmra upplýsinga um fólkið sem þar er að finna. „Við vonum að WHO taki til greina tillögur kínverskra sérfræðinga og hugsi um rannsókn á uppruna veirunnar sem vísindalegt mál og skilji pólitíkina eftir,“ sagði Zeng. Eins og flestir muna greindist fyrsta Covid-19 smitið í borginni Wuhan í nóvember 2019. Talið er að veiran hafi borist í mannfólk frá dýrum sem voru til sölu á matarmarkaði í borginni. Margir, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti, hafa velt upp þeirri spurningu hvort veiran hafi mögulega borist í dýrin eftir leka úr rannsóknarstofu í borginni. Kína hefur hins vegar harðneitað þeirri kenningu og hvatt WHO til að víkka sjóndeildarhringinn og rannsaka hvort uppruna veirunnar megi rekja til annarra landa.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40 Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08 Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29 Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Kallar eftir auknu gagnsæi í rannsókn á uppruna veirunnar Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, Xavier Becerra, hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) til þess að hafa næsta hluta rannsóknar á uppruna kórónuveirunnar gagnsærri en rannsóknin hefur hingað til verið. 25. maí 2021 23:40
Telja líklegast að veiran hafi borist úr dýrum Líklegast er að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi borist úr leðurblökum í menn í gegnum aðra dýrategund samkvæmt niðurstöðum sameiginlegrar rannsóknar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og kínverskra stjórnvalda. „Afar ólíklegt“ er talið að veiran hafi sloppið út af tilraunastofu eins og samsæriskenningar hafa verið um. 29. mars 2021 09:08
Neita að afhenda frumgögn um fyrstu kórónuveirutilfellin Kínversk yfirvöld hafa neitað að afhenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, mikilvæg gögn um kórónuveirufaraldurinn. 13. febrúar 2021 23:29
Segja Kínaferðina ekki hafa skilað miklum árangri Vísindamenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segja Kínaheimsókn þeirra ekki hafa skilað miklum árangri varðandi skilning vísindamanna á nýju kórónuveirunni. Hins vegar hafi teymi stofnunarinnar tekist að auka þekkingu varðandi upphaf faraldursins. 9. febrúar 2021 21:21