Segja að Valur spili varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 17:00 Úr leik Vals og Dinamo Zagreb í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur féll þar úr leik og leikur á fimmtudag gegn Bodø/Glimt í forkeppni Sambandsdeild Evrópu. Vísir/Bára Dröfn Noregsmeistarar Bodø/Glimt mæta Íslandsmeisturum Vals í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á fimmtudaginn kemur. Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Hitað var upp fyrir leikinn á vefsíðu liðsins þar sem farið er yfir að íslenska deildin sé spiluð yfir sumartímann, varnarsinnað upplegg Vals og Hannes Þór Halldórsson. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted og félagar í Bodø/Glimt duttu út úr Meistaradeild Evrópu gegn Legia Varsjá. Lauk einvíginu með 5-2 sigri Legia og því er Bodø/Glimt komið í Sambandsdeildina Evrópu þar sem liðið mætir Val. Á vefsíðu Bodø/Glimt er tekið fram að liðið fari úr 30 stiga hita í Varsjá yfir í grámygluna í Reykjavík. Þar segir að íslenska deildin sé í fullu fjöri þessa dagana og að Íslandsmeistarar Vals tróni á toppi deildarinnar nú þegar 13 umferðir eru búnar af Pepsi Max deildinni. Hannes Þór Halldórsson er nefndur á nafn en hann var þar á láni árið 2016. Alls lék hann 14 leiki fyrir félagið. Á vefnum er minnst á óvænt 2-1 tap Vals gegn ÍA um liðna helgi og tekið sérstaklega fram að Skagamenn séu í „júmbósætinu“ eða neðsta sæti deildarinnar. Les deg opp på torsdagens motstander her PS! Husk trekning klokken 14:00 https://t.co/c5IMhATZAP— FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 19, 2021 Mjög íslenskt lið „Valur, líkt og mörg önnur íslensk fótboltalið, er orkumikið lið sem leggur hart að sér. Liðið stillir venjulega upp í varnarsinnað 4-4-2 leikkerfi og mun eflaust leyfa gestunum frá Bodø að vera meira með boltann,“ segir um Valsliðið. Hvort Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, komi á óvart og stilli upp í 4-4-2 á eftir að koma í ljós en reikna má með að liðið verði í hefðbundnu 4-2-3-1 leikkerfi í leiknum sem fram fer á fimmtudag. Leikur Vals og Bodø/Glimt í Sambandsdeild Evrópu er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Útsending hefst 18.45 og leikurinn sjálfur klukkan 19.00. Alfons Sampsted leikur með Noregsmeisturum Bodø/Glimt sem og íslenska landsliðinu. Boris Streubel/Getty Images
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira