Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 13:06 Frá Rey cup í Laugardal árið 2019 þar sem strákar úr liði Keníu kepptu á móti strákum í KR. vilhelm gunnarsson Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin. Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin.
Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira