Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2021 13:06 Frá Rey cup í Laugardal árið 2019 þar sem strákar úr liði Keníu kepptu á móti strákum í KR. vilhelm gunnarsson Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin. Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þátttakendur eru börn fædd árið 2005 til 2008 og fer mótið fram í Laugardalnum næstu fimm daga. Venjulega koma erlend lið til landsins til þess að keppa á mótinu. Árið 2017 kepptu meðal annars lið frá Suður-Ameríku, Grænlandi, Skotlandi og Danmörku. Vegna heimsfaraldurs keppa einungis íslensk lið í ár. Börn fædd 2005 eða síðar eru óbólusett og er því lítill hluti þátttakenda bólusettur. Gunnhildur Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins, segir í samtali við fréttastofu að það komi ekki til greina að aflýsa mótinu vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. 38 greindust smitaðir innanlands í gær og segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að greinilega sé mikill vöxtur í fjölda smita innanlands og að aðgerðir innanlands séu til skoðunar. Sjá einnig: Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Ráðfærðu sig við Covid.is og heilsugæsluna Stjórn Rey Cup fundaði í hádeginu vegna stöðunnar. Ákveðið var að viðhafa svipuðum ráðstöfunum og í fyrra. Börn munu ekki skammta sér hádegismat sjálf og verður passað upp á sameiginlega snertifleti. Foreldrar verða þó leyfðir á svæðinu en ekki í skólum þar sem börnin gista. „Við ráðfærðum okkur við heilsugæsluna og Covid.is. Við munum takmarka aðgengi að skólanum þannig að keppendur og liðstjórar verða bara leyfir þar. Boðið verður upp á grímur og hanska alls staðar á svæðinu. Þeir sem skammta matnum verða með grímur og hanska og svo verður lengri opnunartími í matsalnum til að koma í veg fyrir hópamyndun,“ segir Gunnhildur. Um er að ræða tuttugu ára afmæli mótsins og verða því veglegir afmælisviðburðir á dagskrá. Dagskrána má finna hér. Á sama tíma í fyrra greindist kórónuveirusmit á mótinu og voru á þriðja tug sendir í sóttkví. Færsla sem Emmsjé Gauti skrifaði á meðan á mótinu stóð vakti mikla athygli og voru ekki allir sáttir með ummælin.
Fótbolti Íþróttir barna ReyCup Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira