Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 12:06 Leikstjóri myndarinnar Jasmin Tenucci ásamt Kára Úlfssyni framleiðanda á verðlaunathöfninni í gær. Aðdend/Kári Úlfsson Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi. Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar. Kári Úlfsson framleiddi og Brúsi Ólason klippti. Kári Úlfsson segist hafa unnið svo náið með leikstjóranum í gegn um allt ferlið, frá sköpun og mótun handritsins, fjármögnunina, tökuferli og loks eftir framleiðslu að viðurkenningin sé honum jafndýrmæt og leikstjóranum. Myndin fékk frábærar viðtökur á hátíðinni, eftir frumsýningu fékk hún fagnaðarköll og dynjandi lófatak. Kári segist hafa haft góða tilfinningu fyrir verðlaunaafhendingunni þar sem hann var viss um að myndin væri meðal þeirra þriggja bestu. Hann segir þó að verðlaunin hafi komið aðstandendum myndarinnar í opna skjöldu þar sem háværir orðrómar voru í Cannes um að önnur mynd myndi fá viðurkenninguna. „Það er alveg yndisleg tilfinning að fá þessa viðurkenningu að við höfum verið aðeins hársbreidd frá Gullpálmanum sjálfum,“ segir Kári „Þetta er big deal!“ Kári minnir einnig á hversu magnað afrek það er að komast inn á aðalkeppni Cannes, burtséð frá viðurkenningunni. Í ár voru 3739 stuttmyndir sendar í keppnina og aðeins tíu komust að, þar af fékk ein hálf-íslensk mynd verðlaun. „Þetta er big deal!“ segir Kári.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Cannes Tengdar fréttir Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kári og Brúsi á leið á Cannes: „Ég spurði hvort þetta væri símaat“ Brasilísk-íslenska stuttmyndin Ágústhiminn (p. Céu de Agosto) hefur verið valin í aðalkeppni Cannes hátíðarinnar í ár. Tilkynnt var um valið í gær. 16. júní 2021 15:31