Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:43 Ferðalangar á leið til Englands og Wales frá Frakklandi munu þurfa að fara í tíu daga sóttkví og tvö Covid-próf við komuna til landsins, óháð bólusetningu. EPA-EFE/LUIS FORRA Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira