Á 44. degi blæðinga eftir bólusetningu og fær engin svör Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2021 16:31 Rebekka segir mikla þreytu og slappleika hafa fylgt blæðingunum. Vísir/Getty Kona á fertugsaldri er á 44. degi blæðinga sem hófust daginn eftir að hún fór í síðari bólusetninguna með bóluefni Pfizer. Hún segist engin svör hafa fengið úr heilbrigðiskerfinu og að það hafi verið verulega lýjandi að ekkert lát sé á. „Ég fór í seinni sprautu Pfizer 2. júní. Daginn eftir byrja ég á blæðingum og taldi það bara vera mínar blæðingar, ég kippti mér ekkert upp við þetta, þær voru bara nokkrum dögum of snemma. Síðan er ég búin að vera á blæðingum síðan þá, 44. dagur í dag,“ segir Rebekka Ósk Sváfnisdóttir, sem er 38 ára gömul, í samtali við Vísi. Bið eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni of löng Hún leitaði sér hjálpar hjá heilsugæslunni en þar hafi verið fátt um svör. Henni hafi verið bent á að panta sér tíma hjá kvensjúkdómalækni, lítið annað væri hægt að gera til að hjálpa henni. + „Það er tveggja mánaða bið í það. Og svo þegar ég var búin að vera í þrjátíu daga þá var ég farin að hugsa að þetta gæti ekki verið. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Þá fór ég að spyrjast fyrir og það eru svo margar konur í kring um mig sem segja sömu söguna,“ segir Rebekka. Hún segist orðin þreytt á ástandinu og kallar eftir því að yfirvöld rannsaki þessa aukaverkun bóluefnanna. „Viðbrögðin eru skiljanlega lítil af því að ég held að það sé mjög lítið vitað um þetta. það er svolítið verið að yppa öxlum og benda á kvensjúkdómalækna en það er töluverð bið í slíkt,“ segir Rebekka. „En mér finnst miðað við það sem ég er að sjá alvöru tilefni fyrir yfirvöld að skoða þetta. þegar konur eru búnar að missa úr 3 eða 4 mánuði er það ekki alveg eðlilegt. Eða að vera á túr í tvo mánuði tæpa, það er heldur ekki eðlilegt.“ Hvetur konur til að tilkynna til Lyfjastofnunar Rebekka vakti athygli á þessu í Facebook-hópnum Góða systir, sem meira en 46 þúsund íslenskar konur eru í. Hún spurði þar meðlimi hópsins hvort þeir hefðu fundið fyrir breytingu á tíðarhring sínum, eftir að hún sá frétt sem birtist á mbl.is þar sem greint var frá því að 250 konur hafi tilkynnt Lyfjastofnun um breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Það virðist bara vera töluvert mikið um þetta. Þetta er allt frá því að konur séu ekki búnar að fara á blæðingar í fjóra mánuði í það að konur sem eru komnar á breytingaskeiðið séu komnar aftur á blæðingar. Það er mikið um svona sögur að blæðingarnar stoppi eða hætti ekki,“ segir Rebekka. Hún, og flestar þær konur sem hafi greint henni frá tíðarhringsbreytingum, hafi aldrei lent í slíku áður. Blæðingar hafi lang oftast verið eins og klukka. Hún segir að fjöldi kvenna hafi spurt hana í kjölfar færslunnar hvar þær geti tilkynnt um aukaverkanir. Hún telur að fjöldi tilkynninga til Lyfjastofnunar hafi margfaldast frá því í gær. „Það er örugglega fullt af konum þarna úti sem tilkynna ekki og hafa ekki séð þennan þráð. Það eru mögulega mjög margar konur þarna úti í sömu sporum,“ segir Rebekka. Einkenni þungunar en óléttupróf segja nei Helstu einkenni Rebekku, fyrir utan óstöðvandi blæðinguna, séu svipuð og einkenni þungunar. „Ég er búin að vera með öll einkenni óléttu: verki í brjóstum, alltaf þreytt, sem er svo ólíkt mér því ég er ofvirk, vinn tvær vinnur og er alltaf á fullu. Og svo er ég búin að vera með túrverki. Ég er búin að taka fjögur óléttupróf þannig að það er ekki það,“ segir hún. Einkennin hafi haft mikil áhrif á hennar daglega líf. „Að sjálfsögðu gerir það það. Maður er alltaf þreyttur og erfitt að klára daginn eins og maður gerði áður.“ Heilbrigðismál Bólusetningar Kvenheilsa Tengdar fréttir Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira
„Ég fór í seinni sprautu Pfizer 2. júní. Daginn eftir byrja ég á blæðingum og taldi það bara vera mínar blæðingar, ég kippti mér ekkert upp við þetta, þær voru bara nokkrum dögum of snemma. Síðan er ég búin að vera á blæðingum síðan þá, 44. dagur í dag,“ segir Rebekka Ósk Sváfnisdóttir, sem er 38 ára gömul, í samtali við Vísi. Bið eftir tíma hjá kvensjúkdómalækni of löng Hún leitaði sér hjálpar hjá heilsugæslunni en þar hafi verið fátt um svör. Henni hafi verið bent á að panta sér tíma hjá kvensjúkdómalækni, lítið annað væri hægt að gera til að hjálpa henni. + „Það er tveggja mánaða bið í það. Og svo þegar ég var búin að vera í þrjátíu daga þá var ég farin að hugsa að þetta gæti ekki verið. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig. Þá fór ég að spyrjast fyrir og það eru svo margar konur í kring um mig sem segja sömu söguna,“ segir Rebekka. Hún segist orðin þreytt á ástandinu og kallar eftir því að yfirvöld rannsaki þessa aukaverkun bóluefnanna. „Viðbrögðin eru skiljanlega lítil af því að ég held að það sé mjög lítið vitað um þetta. það er svolítið verið að yppa öxlum og benda á kvensjúkdómalækna en það er töluverð bið í slíkt,“ segir Rebekka. „En mér finnst miðað við það sem ég er að sjá alvöru tilefni fyrir yfirvöld að skoða þetta. þegar konur eru búnar að missa úr 3 eða 4 mánuði er það ekki alveg eðlilegt. Eða að vera á túr í tvo mánuði tæpa, það er heldur ekki eðlilegt.“ Hvetur konur til að tilkynna til Lyfjastofnunar Rebekka vakti athygli á þessu í Facebook-hópnum Góða systir, sem meira en 46 þúsund íslenskar konur eru í. Hún spurði þar meðlimi hópsins hvort þeir hefðu fundið fyrir breytingu á tíðarhring sínum, eftir að hún sá frétt sem birtist á mbl.is þar sem greint var frá því að 250 konur hafi tilkynnt Lyfjastofnun um breytingar á tíðarhring í kjölfar bólusetningar. „Það virðist bara vera töluvert mikið um þetta. Þetta er allt frá því að konur séu ekki búnar að fara á blæðingar í fjóra mánuði í það að konur sem eru komnar á breytingaskeiðið séu komnar aftur á blæðingar. Það er mikið um svona sögur að blæðingarnar stoppi eða hætti ekki,“ segir Rebekka. Hún, og flestar þær konur sem hafi greint henni frá tíðarhringsbreytingum, hafi aldrei lent í slíku áður. Blæðingar hafi lang oftast verið eins og klukka. Hún segir að fjöldi kvenna hafi spurt hana í kjölfar færslunnar hvar þær geti tilkynnt um aukaverkanir. Hún telur að fjöldi tilkynninga til Lyfjastofnunar hafi margfaldast frá því í gær. „Það er örugglega fullt af konum þarna úti sem tilkynna ekki og hafa ekki séð þennan þráð. Það eru mögulega mjög margar konur þarna úti í sömu sporum,“ segir Rebekka. Einkenni þungunar en óléttupróf segja nei Helstu einkenni Rebekku, fyrir utan óstöðvandi blæðinguna, séu svipuð og einkenni þungunar. „Ég er búin að vera með öll einkenni óléttu: verki í brjóstum, alltaf þreytt, sem er svo ólíkt mér því ég er ofvirk, vinn tvær vinnur og er alltaf á fullu. Og svo er ég búin að vera með túrverki. Ég er búin að taka fjögur óléttupróf þannig að það er ekki það,“ segir hún. Einkennin hafi haft mikil áhrif á hennar daglega líf. „Að sjálfsögðu gerir það það. Maður er alltaf þreyttur og erfitt að klára daginn eins og maður gerði áður.“
Heilbrigðismál Bólusetningar Kvenheilsa Tengdar fréttir Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37 Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31 Mest lesið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Lífið Sænska prinsessan komin með nafn Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Fleiri fréttir Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Sjá meira
Óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu orsakast líklega af hita Ekki þarf að koma á óvart að konur geti fengið óreglulegar blæðingar eftir bólusetningu við Covid-19. Slíkt þekkist af öðrum bóluefnum og sjúkdómum og gæti skýrst af hita og bólgum, að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar, sérnámslæknis í lyflækningum á Landspítalanum. 24. júní 2021 23:37
Tíðahringurinn getur haft áhrif á frammistöðu á æfingum „Ekki nóg með að við séum að ganga í gegnum þessar hormónasveiflur í hverjum mánuði, þá er bara allt lífsskeið okkar, alveg frá því við erum á fósturskeiði og þangað til að við verðum gamlar konur, erum við svo ótrúlega háð þessum breytingum í hormónum í líkamanum okkar,“ segir Hanna Lilja Oddgeirsdóttir sérnámslæknir í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum. 23. maí 2021 09:31