Hafði upp á stærstum hluta þýfisins af sjálfsdáðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2021 07:01 Gunnari Sean Eggertssyni var ekki skemmt þegar hann kom að strípuðum bíl sínum í janúar. Hann ákvað strax að reyna hvað hann gæti til að hafa hendur í hári þjófsins. Gunnar Sean Eggertsson, vélfræðingur á Patreksfirði, dó ekki ráðalaus þegar BMW Alpina B-10 bíll hans frá árinu 1991 var strípaður í upphafi árs. Hann lagðist í mikla rannsóknarvinnu sem varð til þess að hann endurheimti stóran hluta þýfisins þótt þjófurinn hafi bíllykilinn enn í sínum fórum. Kom hann lögreglu á snoðir um það sem virkar sem umfangsmikinn þjófnað og útflutning á þýfi. 28 ára karlmaður frá Póllandi hefur verið ákærður fyrir þjófnaðinn. Lögreglunni hefur ekki tekist að birta viðkomandi ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Gunnar telur líklegt að karlmaðurinn sé farinn úr landi. Tók upp símann og hringdi fjölda símtala Það var um miðjan janúar sem Gunnar Sean kom að bifreið sinni á Patreksfirði í fátæklegu ástandi. Gunnar var á þeim tíma að gera upp bílinn með tilheyrandi tilstandi. Hann hafði fjarlægt vélina úr bílnum og komið fyrir í kassa. Þá var gírkassinn í skottinu. Bílinn geymdi hann allajafna í húsnæði á Patreksfirði en hafði fært út þar sem hann var að gera upp húsnæðið. Gunnar tilkynnti málið til lögreglu en lét ekki þar við sitja. Hann tók upp símann og hringdi í alla sem hann þekkti og gátu vettlingi valdið. Bíllinn sé eins og barnið hans og tilfinningalegt tjón því ekki verið síður mikið en fjárhagslegt. Stuðara- og merkingalaus BMW. Hann metur það svo að á fjórða hundrað bíla af þessari tegund sé að finna í heiminum. Hann hafi því áttað sig snemma á því að ólíklegt væri að koma ætti hlutunum í verð hér á landi. Frekar að reynt yrði að flytja þá úr landi. Sendi félaga sína í heimsókn Símtöl Gunnars skiluðu árangri. „Ég fékk ábendingu hvaða maður þetta væri. Ég fór í mína eigin rannsóknarvinnu og komst að því hvar hann var með húsnæði í Reykjavík. Þar lét ég nokkra félaga mína í bænum kíkja á hann. Þeir hringdu líka strax í lögregluna,“ segir Gunnar Sean. Ástæðan var sú að þeir sáu stuðara af bíl Gunnars um leið og þeir mættu á svæðið. Grunurinn var staðfestur. Lögreglan mætti á svæðið og gerði leit í húsnæðinu. Það eina sem tilheyrði Gunnari voru stuðararnir tveir. Hins vegar var strax ljóst að heilmikið þýfi væri í húsnæðinu. „Það var bílapartasala í sama húsi. Eigandi hennar leigði þeim þetta húsnæði,“ segir Gunnar. „Þeir voru eiginlega með meira af bílapörtum en bílapartasalan,“ segir Gunnar og hefur eftir lögreglu. Fullur innkaupapoki af bíllyklum Sömuleiðis þá staðreynd að allt hafi verið fagmannlegt í húsnæðinu þar sem þýfið fannst. Greinilegt hafi til dæmis verið að flytja ætti stuðarana úr landi því búið var að plasta þá og gera klárt. Á þessum tíma var Norræna ekki að sigla vegna kórónuveirufaraldursins og fyrir vikið hafi þýfi safnast upp í húsnæðinu. „Lögreglan sagðist vita til þess að þeir væru að kaupa gamla sendibíla og fylla þá af gömlum bílapörtum,“ segir Gunnar. Svo væri farið úr landi með Norrænu. Stýrið var tekið og fjöldi hluta úr mælaborðinu. Gunnar nefnir fullan innkaupapoka af bíllyklum og um þrjú hundruð hvarfakúta undan bílum sem dæmi um þýfi sem fannst í húsnæðinu . Hlutir á borð við þessa séu ekki skráðir á bíla og því erfitt að hafa upp á eigendum, og sanna að um þýfi sé að ræða. „Lögreglan sagði mér að þetta hefði verið ansi stór vettvangur.“ Gunnar saknaði fjölmargra hluta úr bílnum og komst að því að þjófurinn hefði verið að vinna á Bíldudal og búið á Tálknafirði. Hefði meðal annars keypt gamlan bíl. Patreksfjörður á góðviðrisdegi.Vísir/Vilhelm „Ég skrapp á Tálknafjörð, fór að ráfa þar um og fann bílinn. Lögregla fjarlægði bílinn, setti á verkstæði og beið eftir dómsúrskurði. Svo fórum við inn í bílinn og þar var hluti af dótinu.“ Hann sakni þó enn túrbína og ýmissa hluta úr vél bílsins. „Þeir tóku lykilinn að bílnum svo ég þarf að setja nýjan sviss og í hurðarnar og allt. Hann gæti faktískt stolið bílnum þegar hann er kominn í lag,“ segir Gunnar. Miskabótakrafa upp á rúmar 2,5 milljónir Í dag stendur málið þannig að 28 ára karlmaður, sem skráður er með dvalarstað í Hafnarfirði, sætir ákæru fyrir þjófnað með því að hafa sunnudaginn 17. janúar stolið eftirtöldum munum: 1. Stýri 2. Mælaborði 3. Framhöggvara 4. Afturhöggvara 5. Tölvu fyrir vél 6. Gírkassa 7. Rafkerfi fyrir vél 8. Öllum BMW merkjum 9. Ýmsum varahlutum fyrir vél 10. Dekk að framanverðu 11. Bremsudælum 12. Ýmsum smáhlutum Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir Gunnar kröfu um skaðabætur upp á rúmar 2,5 milljónir króna auk vaxta. Lögreglunni tókst aftur á móti ekki að birta ákærða ákæruna. Gunnar segir karlmanninn skráðan til heimilis í Póllandi en þurfi að hafa skráð aðsetur hér. Hann hafi hins vegar ekkert verið þar. Afturstuðarinn var líka fjarlægður. „Lögreglan fann hann ekki en ég lagðist í svakalega rannsóknarvinnu. Notaði alla mína tengiliði og tókst að hafa uppi á honum.“ Þetta hafi verið í vor og hann hafi sjálfur haft uppi á manninum á Facebook, þar sem hann var með gerviaðgang. „Ég var alveg tilbúinn að borga einhverjum fyrir að elta hann,“ segir Gunnar. „Ég gerði honum ljóst að þetta væri ekki í boði. Ég var búinn að fá mynd af honum, vissi hvernig hann leit út og var tilbúinn að deila myndinni út um allt ef hann myndi ekki skila restinni af hlutunum.“ Mögulega farinn úr landi En þá hvarf hann. Löggan finnur hann ekki og Gunnar veltir fyrir sér hvort hann sé farinn úr landi. Fyrst lögregla viti af honum þá séu möguleikar hans til glæpa hér á landi vonandi úr sögunni. Mæti karlmaðurinn ekki fyrir dóm verður hann dæmdur fyrir það sem honum er gefið að sök. Gunnar á ekki von á að fallist verði á miskabótakröfu sína. Hann hafi engu að síður ávkeðið að gera kröfuna ef karlmaðurinn kæmi einhvern tímann aftur. Þá væri hann með þetta á sér. Stuðararnir fundust í húsnæði í Hafnarfirði þar sem fleira ætlað þýfi var að finna.Vísir/Vilhelm En þegar öllu er á botninn hvolft hrósar Gunnar manninum. „Hann gerði þetta mjög fagmannlega, hann má eiga það. Skemmdi í raun ekkert þegar hann reif úr. Hirti allt úr bílnum sem voru einhver verðmæti í. Það sem var einstakt.“ Hann hrósar lögreglu fyrir sín viðbrögð en telur að þar hafi skipt lykilmáli að hann sjálfur hafði hátt, sagði frá þjófnaðinum og veitti fjölmiðlum viðtöl. „Ég blés þetta upp eins og ég gat. Hafði samband við marga sem ég þekki. Setti á allar Facebook-síður, eins og Brask og brall. Því var deilt víða. Þetta fór eins og eldur um sinu. Það hjálpaði rosalega til. Um leið og eitthvað er í fréttum þá er lögð meiri áhersla á það hjá lögeglu og öðrum aðilum.“ Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjaness 1. september. Ísafjarðarbær Lögreglumál Dómsmál Vesturbyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
28 ára karlmaður frá Póllandi hefur verið ákærður fyrir þjófnaðinn. Lögreglunni hefur ekki tekist að birta viðkomandi ákæruna og var hún því birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Gunnar telur líklegt að karlmaðurinn sé farinn úr landi. Tók upp símann og hringdi fjölda símtala Það var um miðjan janúar sem Gunnar Sean kom að bifreið sinni á Patreksfirði í fátæklegu ástandi. Gunnar var á þeim tíma að gera upp bílinn með tilheyrandi tilstandi. Hann hafði fjarlægt vélina úr bílnum og komið fyrir í kassa. Þá var gírkassinn í skottinu. Bílinn geymdi hann allajafna í húsnæði á Patreksfirði en hafði fært út þar sem hann var að gera upp húsnæðið. Gunnar tilkynnti málið til lögreglu en lét ekki þar við sitja. Hann tók upp símann og hringdi í alla sem hann þekkti og gátu vettlingi valdið. Bíllinn sé eins og barnið hans og tilfinningalegt tjón því ekki verið síður mikið en fjárhagslegt. Stuðara- og merkingalaus BMW. Hann metur það svo að á fjórða hundrað bíla af þessari tegund sé að finna í heiminum. Hann hafi því áttað sig snemma á því að ólíklegt væri að koma ætti hlutunum í verð hér á landi. Frekar að reynt yrði að flytja þá úr landi. Sendi félaga sína í heimsókn Símtöl Gunnars skiluðu árangri. „Ég fékk ábendingu hvaða maður þetta væri. Ég fór í mína eigin rannsóknarvinnu og komst að því hvar hann var með húsnæði í Reykjavík. Þar lét ég nokkra félaga mína í bænum kíkja á hann. Þeir hringdu líka strax í lögregluna,“ segir Gunnar Sean. Ástæðan var sú að þeir sáu stuðara af bíl Gunnars um leið og þeir mættu á svæðið. Grunurinn var staðfestur. Lögreglan mætti á svæðið og gerði leit í húsnæðinu. Það eina sem tilheyrði Gunnari voru stuðararnir tveir. Hins vegar var strax ljóst að heilmikið þýfi væri í húsnæðinu. „Það var bílapartasala í sama húsi. Eigandi hennar leigði þeim þetta húsnæði,“ segir Gunnar. „Þeir voru eiginlega með meira af bílapörtum en bílapartasalan,“ segir Gunnar og hefur eftir lögreglu. Fullur innkaupapoki af bíllyklum Sömuleiðis þá staðreynd að allt hafi verið fagmannlegt í húsnæðinu þar sem þýfið fannst. Greinilegt hafi til dæmis verið að flytja ætti stuðarana úr landi því búið var að plasta þá og gera klárt. Á þessum tíma var Norræna ekki að sigla vegna kórónuveirufaraldursins og fyrir vikið hafi þýfi safnast upp í húsnæðinu. „Lögreglan sagðist vita til þess að þeir væru að kaupa gamla sendibíla og fylla þá af gömlum bílapörtum,“ segir Gunnar. Svo væri farið úr landi með Norrænu. Stýrið var tekið og fjöldi hluta úr mælaborðinu. Gunnar nefnir fullan innkaupapoka af bíllyklum og um þrjú hundruð hvarfakúta undan bílum sem dæmi um þýfi sem fannst í húsnæðinu . Hlutir á borð við þessa séu ekki skráðir á bíla og því erfitt að hafa upp á eigendum, og sanna að um þýfi sé að ræða. „Lögreglan sagði mér að þetta hefði verið ansi stór vettvangur.“ Gunnar saknaði fjölmargra hluta úr bílnum og komst að því að þjófurinn hefði verið að vinna á Bíldudal og búið á Tálknafirði. Hefði meðal annars keypt gamlan bíl. Patreksfjörður á góðviðrisdegi.Vísir/Vilhelm „Ég skrapp á Tálknafjörð, fór að ráfa þar um og fann bílinn. Lögregla fjarlægði bílinn, setti á verkstæði og beið eftir dómsúrskurði. Svo fórum við inn í bílinn og þar var hluti af dótinu.“ Hann sakni þó enn túrbína og ýmissa hluta úr vél bílsins. „Þeir tóku lykilinn að bílnum svo ég þarf að setja nýjan sviss og í hurðarnar og allt. Hann gæti faktískt stolið bílnum þegar hann er kominn í lag,“ segir Gunnar. Miskabótakrafa upp á rúmar 2,5 milljónir Í dag stendur málið þannig að 28 ára karlmaður, sem skráður er með dvalarstað í Hafnarfirði, sætir ákæru fyrir þjófnað með því að hafa sunnudaginn 17. janúar stolið eftirtöldum munum: 1. Stýri 2. Mælaborði 3. Framhöggvara 4. Afturhöggvara 5. Tölvu fyrir vél 6. Gírkassa 7. Rafkerfi fyrir vél 8. Öllum BMW merkjum 9. Ýmsum varahlutum fyrir vél 10. Dekk að framanverðu 11. Bremsudælum 12. Ýmsum smáhlutum Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir Gunnar kröfu um skaðabætur upp á rúmar 2,5 milljónir króna auk vaxta. Lögreglunni tókst aftur á móti ekki að birta ákærða ákæruna. Gunnar segir karlmanninn skráðan til heimilis í Póllandi en þurfi að hafa skráð aðsetur hér. Hann hafi hins vegar ekkert verið þar. Afturstuðarinn var líka fjarlægður. „Lögreglan fann hann ekki en ég lagðist í svakalega rannsóknarvinnu. Notaði alla mína tengiliði og tókst að hafa uppi á honum.“ Þetta hafi verið í vor og hann hafi sjálfur haft uppi á manninum á Facebook, þar sem hann var með gerviaðgang. „Ég var alveg tilbúinn að borga einhverjum fyrir að elta hann,“ segir Gunnar. „Ég gerði honum ljóst að þetta væri ekki í boði. Ég var búinn að fá mynd af honum, vissi hvernig hann leit út og var tilbúinn að deila myndinni út um allt ef hann myndi ekki skila restinni af hlutunum.“ Mögulega farinn úr landi En þá hvarf hann. Löggan finnur hann ekki og Gunnar veltir fyrir sér hvort hann sé farinn úr landi. Fyrst lögregla viti af honum þá séu möguleikar hans til glæpa hér á landi vonandi úr sögunni. Mæti karlmaðurinn ekki fyrir dóm verður hann dæmdur fyrir það sem honum er gefið að sök. Gunnar á ekki von á að fallist verði á miskabótakröfu sína. Hann hafi engu að síður ávkeðið að gera kröfuna ef karlmaðurinn kæmi einhvern tímann aftur. Þá væri hann með þetta á sér. Stuðararnir fundust í húsnæði í Hafnarfirði þar sem fleira ætlað þýfi var að finna.Vísir/Vilhelm En þegar öllu er á botninn hvolft hrósar Gunnar manninum. „Hann gerði þetta mjög fagmannlega, hann má eiga það. Skemmdi í raun ekkert þegar hann reif úr. Hirti allt úr bílnum sem voru einhver verðmæti í. Það sem var einstakt.“ Hann hrósar lögreglu fyrir sín viðbrögð en telur að þar hafi skipt lykilmáli að hann sjálfur hafði hátt, sagði frá þjófnaðinum og veitti fjölmiðlum viðtöl. „Ég blés þetta upp eins og ég gat. Hafði samband við marga sem ég þekki. Setti á allar Facebook-síður, eins og Brask og brall. Því var deilt víða. Þetta fór eins og eldur um sinu. Það hjálpaði rosalega til. Um leið og eitthvað er í fréttum þá er lögð meiri áhersla á það hjá lögeglu og öðrum aðilum.“ Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjaness 1. september.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Dómsmál Vesturbyggð Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira