Anton þyrfti að vera með grímu og hengja sjálfur á sig ólympíuverðlaun Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 14:30 Anton Sveinn McKee keppir á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir þrettán daga. Getty/Ian MacNicol Ef að draumur Antons Sveins McKee um að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum rætist í Tókýó, aðfaranótt föstudagsins 30. júlí, verður hann sjálfur að sjá um að hengja medalíuna um hálsinn. Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira
Thomas Bach, forseti alþjóðaólympíunefndarinnar, staðfesti við fjölmiðla í dag að verðlaunaafhendingar á leikunum yrðu með öðrum hætti en vanalega. Ástæðan er kórónuveirufaraldurinn, sem haft hefur svo mikil áhrif á leikana og leiddi meðal annars til þess að þeim var frestað um eitt ár. Í stað þess að mikils metið fólk úr ýmsum áttum afhendi verðlaun og taki í hendur verðlaunahafa verður verðlaununum einfaldlega stillt upp á bakka við verðlaunapallinn. Gull-, silfur- og bronsverðlaunahafarnir sækja þau svo þangað og hengja um eigin háls, án þess að snerta aðra manneskju. Leikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn eftir níu daga. Fyrstu ólympíumeistararnir verða svo krýndir laugardaginn 24. júlí en þá ráðast til að mynda úrslitin í loftskammbyssu, þar sem Ásgeir Sigurgeirsson er meðal keppenda. „Við munum gæta þess að manneskjan sem setur verðlaunapeningana í bakkann geri það í sótthreinsuðum hönskum. Þau sem vísa á verðlaunin og íþróttafólkið munu vera með grímu. Það verða engin handabönd eða faðmlög við verðlaunaafhendinguna,“ sagði Bach. Neyðarástand í Tókýó og íbúar vilja ekki Ólympíuleika Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Tókýó vegna faraldursins en 1.149 ný smit greindust í dag, fleiri en greinst hafa á einum degi í næstum hálft ár í borginni. Mikill meirihluti japönsku þjóðarinnar er samkvæmt könnunum mótfallinn því að leikarnir verði haldnir í Japan við þessar aðstæður, jafnvel þó að áhorfendabann sé á leikunum og strangar sóttvarnareglur gildi fyrir keppendur. Sundmaðurinn Anton Sveinn er líklegastur til afreka af þeim fjórum íslensku keppendum sem keppa í Tókýó. Hann hefur sjálfur sagt að draumurinn sé að vinna ólympíugull en ljóst er að hann er á leið í afar harða keppni í 200 metra bringusundi þar sem undanrásir eru eftir tæpar tvær vikur, eða upp úr klukkan 10 þriðjudagsmorguninn 27. júlí. Auk Antons og Ásgeirs eru sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason í ólympíuhópi Íslands í ár.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51 Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45 „Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30 Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira
Guðni kvaddi Ólympíufarana Forsetinn kvaddi í dag íslensku Ólympíufarana á Bessastöðum, áður en þeir héldu af stað til Tókýó í Japan, þar sem leikar hefjast eftir tíu daga. 13. júlí 2021 22:51
Engir áhorfendur á Ólympíuleikunum Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það. 8. júlí 2021 13:45
„Fer á leikana með gífurlega háar kröfur á sjálfan mig“ Anton Sveinn McKee ætlar sér að synda á næstbesta tíma sögunnar, í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í Tókýó. Það ætti að skila honum verðlaunum, jafnvel fyrsta ólympíugulli Íslendinga. 1. júní 2021 12:30
Verður gaman á Ólympíuleikunum með pabba með mér í lauginni Um leið og Anton Sveinn McKee syrgir föður sinn hefur hann reynt að undirbúa sig fyrir keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Stærstu stund ferilsins hjá þessum 27 ára gamla sundmanni og eina íslenska íþróttamanni sem á sæti á leikunum. Það hefur reynst þrautin þyngri en Antoni líður betur í dag og ætlar að njóta leikanna með pabba sinn með sér í anda. 1. júní 2021 09:00