„Ótrúlega gaman“ að heyra íslenskuna niðri í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2021 19:30 Hulda hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. Úr einkasafni Íbúi á Amerísku ströndinni á Tenerife kveðst finna lítið fyrir kórónuveirufaraldrinum. Íslendingum hafi fjölgað mjög á svæðinu undanfarið. Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“ Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Íslendingar hafa þó flykkst til Spánar síðustu daga, samkvæmt upplýsingum frá ferðaskrifstofum. Hulda Ósmann hefur búið á Tenerife ásamt fjölskyldu sinni síðan 2018. „Það er ótrúlega gaman að sjá að þegar ég fer niður í bæ heyri ég í Íslendingum. Það eru sex vinir mínir að fljúga hingað í dag og ein vinkona á morgun. Þannig að ferðamönnum er að fjölga og það er virkilega gaman að sjá,“ segir Hulda. Auðvelt að fylgja reglunum Verslanir og veitingastaðir eru opnir en veirutakmarkanir eru þó í gildi á svæðinu. „En á veitingastöðum mega fjórir sitja við borðið, sex ef þið eruð bólusett, og svo má ekki vera með strandpartí eftir átta á kvöldin. Og svo grímuskyldan inni. Það er búið að vera mjög auðvelt að fylgja reglunum og þetta er ekkert að hafa áhrif á okkur,“ segir Hulda. Borið hafi á áhyggjum af stöðunni úti meðal Íslendinga, að sögn Huldu. „Mér finnst svo margir Íslendingar vera að spyrja, þora ekki að koma. Spyrja hvort allt sé lokað, eða þarf ég alltaf að vera með grímu? En það eru allir voða slakir hérna,“ segir Hulda. „Smitin eru miklu meira norðan megin, þar sem þéttbýlið er, Santa Cruz og La Laguna. En það er helst ungt fólk sem er að smitast. Hérna sunnanmegin eru mest ferðamenn sem eru bólusettir og koma með neikvætt próf þannig að lítið er af smitum hér.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur þó áhyggjur, líkt og greint var frá fyrr í dag. „Það er áhyggjuefni að fólk skuli vera að fara mikið til landa þar sem faraldurinn er í uppsveiflu því við höfum séð það að þótt fólk sé bólusett þá getur það fengið í sig veiruna, þó það sé sjaldgæft að þá getur það gerst og með kannski litlum einkennum og borið hana með sér heim og komið af stað litlum hópsýkingum eða smiti.“
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Íslendingar erlendis Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira