Eins og Vísir greindi frá á fimmtudag vildu leikmennirnir fá þjálfarann Peter Hyballa burt frá félaginu eftir hegðun hans gagnvart leikmönnunum.
Ekstra Bladet greindi svo frá því í gær að launahæstu leikmenn liðsins hefðu fengið refsingu fyrir framkomu þeirra sem félagið sjálft staðfesti svo í gær.
Jakob Ankersen, Kevin Conboy, Yuri Yakovenko og Zean Dalugge munu ekki æfa með aðalliði félagsins næstu vikurnar.
Medie: Ankersen smidt ned på U19 i Esbjerg https://t.co/fa8JbtGulh
— bold.dk (@bolddk) July 9, 2021
Segir félagið að þetta sé af íþróttalegum ástæðum og að félagið sé með fulla einbeitingu á því að nýr leikstíll Peter Hyballa nái til allra leikmanna.
Jakob, Kevin og Yuri eru allir lykilmenn hjá félaginu á meðan Zean er ungur og efnilegur leikmaður.
Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason eru á mála hjá Esbjerg sem leika sinn fyrsta leik þann 25. júlí.