Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2021 16:30 Það verða skrautlegir, ítalskir stuðningsmenn á meðal áhorfenda á Wembley á sunnudagskvöld en sjálfsagt í miklum minnihluta. EPA/Carl Recine Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Búist er við því að um 60 þúsund áhorfendur verði á úrslitaleik Englands og Ítalíu á Wembley á sunnudagskvöld. Sáralítið hlutfall þeirra ferðast þó á leikinn frá Ítalíu vegna þess að fólk sem ferðast frá Ítalíu til Bretlands þarf samkvæmt núgildandi sóttvarnareglum að fara í tíu daga sóttkví. Grant Shapps ferðamálaráðherra Bretlands var skýr í máli þegar hann var spurður hvað hann vildi segja við Ítali sem ætluðu sér að ferðast til landsins vegna leiksins: „Ekki gera það. Ef við sjáum fólk vera að koma bara vegna fótbolta þá fær það ekki að koma inn og raunar er búið að aflýsa fjölda fluga út af þessu,“ sagði Shapps við Times Radio. Fréttaveitan Reuters hefur þó fengið staðfest að þúsund, ítalskir stuðningsmenn, búsettir á Ítalíu, fái að mæta á úrslitaleikinn. Er fótboltinn að koma „heim“ eða til Rómar? Það kemur í ljós á sunnudagskvöld.EPA/Carl Recine Þessari undanþágu gáfu bresk stjórnvöld leyfi fyrir gegn því að stuðningsmennirnir verði aðeins í 12 klukkustundir í Bretlandi, ferðist með einkaflugi frá Mílanó og Róm, sýni fram á nýtt, neikvætt Covid-próf, og blandist ekki almenningi í Bretlandi. Ítalska knattspyrnusambandið hefur staðfest að búið sé að deila út öllum þúsund sætunum. Forseti Ítalíu, Sergio Mattarella, verður svo einn af heiðursgestunum á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Bretland England Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira