Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. júlí 2021 11:41 Estonia var á leið frá Eistlandi til Svíþjóðar þegar hún sökk. Flakið liggur á aðeins um 80 metra dýpi. epa Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu. Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hingað til hefur ekki verið leyfilegt að hreyfa við skipinu en það hefur verið flokkað sem grafhýsi, þar sem 852 fórust þegar skipið sökk. Því hefur nú verið breytt og munu yfirvöld í Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi standa saman að rannsókninni. „Fyrst og fremst viljum við komast að því hvað hafi valdið gatinu og hvenær þau mynduðust,“ segir Jonas Bäckstrand, yfirmaður Samgönguslysanefndar Svíþjóðar, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Næstu tíu daga munu rannsóknarteymi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi rannsaka flakið og teikna upp kort af því og umhverfi flaksins. „Við munum nota sónar til að byrja með. Næsta vor ætlum við svo að fara niður og taka myndir. Við gerum ráð fyrir að þessir tveir þættir muni gefa okkur miklar upplýsingar um það hvernig flakið og umhverfi þess lítur út,“ segir Bäckstrand. Rannsóknin mun taka nokkra mánuði en niðurstöður hennar, og allar myndir sem verða teknar, verða birtar að lokum. Telja sprengingu ekki sökudólginn Heimildarþættirnir Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir voru frumsýndir á Dplay í september í fyrra og vöktu mikla athygli. Þáttargerðarmennirnir notuðust við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá gat á skrokki þess í fyrsta sinn, en þar til þá hafði síðan sem gatið er á snúið niður. Skrokkurinn hefur hins vegar með árunum hreyfst og því hefur stjórnborðssíða skipsins nú orðið sýnilegri. Sérfræðingar sem rætt var við í þáttunum útilokuðu að sprenging hafi valdið gatinu og sögðu að líklegra sé að eitthvað utanaðkomandi hafi valdið gatinu. Farþegaferjan sökk mjög hratt og höfðu lengi verið uppi kenningar um að eitthvað annað en að stafnhurð ferjunnar hafi losnað hafi valdið því. Niðurstaða rannsóknarnefndar sænskra, finnskra og eistneskra yfirvalda sem kom út skömmu eftir slysið komst að niðurstöðu um að opnun stafnhurðarinnar hafi sökkt skipinu.
Finnland Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41 Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21 Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sænskir kvikmyndagerðarmenn sýknaðir: Fundur þeirra vekur spurningar um örlög Estonia Sænskir kvikmyndagerðarmenn hafa verið sýknaðir af því að hafa vanhelgað grafreit neðansjávar, þegar þeir fóru og mynduðu flak ferjunnar Estonia. Upptökur þeirra af flakinu vöktu spurningar um niðurstöður formlegrar rannsóknar á harmleiknum. 8. febrúar 2021 15:41
Vill heimila frekari rannsóknir á flaki Estonia Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Svíþjóð hefur krafist þess að frekari rannsóknir verði gerðar á flaki farþegaferjunnar Estonia sem sökk í Eystrasalti árið 1994 og farið fram á að ríkisstjórn landsins aflétti grafhelgi flaksins. 18. desember 2020 14:21
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01