Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Óttar Kolbeinsson Proppé og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 7. júlí 2021 15:25 Frá vinstri: Fjölnir Geir Bragason, Árni H. Kristjánsson og Tómas V. Albertsson. vísir/arnar Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur. Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fimmmenningarnir eru þeir Árni H. Kristjánsson, Fjölnir Geir Bragason, Hrafn Jökulsson, Viðar Eggertsson og Tómas V. Albertsson. Þeir eiga það allir sammerkt að hafa orðið fyrir miklum félagslegum skaða eftir dvölina, líkt og flestir sem voru vistaðir á stofnununum og hafa komið þá eftir að málið varð opinbert. „Það er fjöldi manns búinn að tala við okkur og það eru svona þrjár setningar sem endurtaka sig alltaf; brotið sjálfsmat, gríðarlegur höfnunarótti og einræna,“ sagði Fjölnir eftir fundinn. Árni tekur í sama streng: „Það blasir við að ef barn skortir ást og umhyggju þá verður það fyrir skaða. Mismiklum auðvitað en svo sannarlega fyrir skaða. Ég hef til dæmis alla ævi verið félagsfælinn, ég vil helst vera einn með sjálfum mér en ég hef lært að vera innan um fólk,“ segir hann. Líkamlegum þörfum sinnt en andlegar þarfir hunsaðar Á vöggustofunum voru tugir barna vistuð á hverju ári. Það voru börn fátækra, ungra, einhleypra eða veikra mæðra sem gert var ráð fyrir að gætu ekki alið börnin sín hjálparlaust. Mennirnir lýsa því hvernig yfirlýst uppeldisstefna borgarinnar var á þessum tíma: „Eingöngu átti að sinna líkamlegum þörfum. Ef börn grétu þá átti að láta þau gráta nema það væri rökstuddur grunur um líkamlega kvilla. Sem sagt líkamlegum þörfum barna var eingöngu sinnt en alls ekki andlegum þörfum,“ segir Árni. „Og náttúrulega snertingin,“ segir Tómas og á þá við skort á henni: „Það er til mynd af mér tekinni bara í gegn um rúðu. Móðir mín fékk ekkert að snerta mig. Við erum bara sýnd í glugganum eins og hver annar sýningargripur.“ Hvað varð um börnin sem dóu? Fjölnir segir ljóst að mörg börn hafi látið lífið á þessum opinberu stofnunum og vill fá nákvæma úttekt á því hve mörg þau voru. Á stöðunum voru bæði kapella og líkhús. „Börn dóu þarna… hve mörg börn dóu þarna? Hvað varð um þessi börn? Við þurfum bara að vita það,“ segir Fjölnir. „Þú getur ímyndað þér að ef skaðinn er það mikill að börn eru að deyja þarna og við, hinir þessir sterku sem lifðum af, erum stórskaddaðir af þessu.“ Spurðir hvað hafi farið fram á fundinum með borgarstjóra segjast þeir vilja viðurkenningu frá borginni um að uppeldisstefna þessara ára hafi verið skaðleg. „Við viljum að það verðu farið í saumana á þessari starfsemi, hún verði rannsökuð og gerð á henni úttekt,“ segir Árni. „Við viljum fyrir hönd okkar og allra annarra barnanna sem voru í vistun þarna, mæðra okkar að þetta verði viðurkennt að þetta var skaðleg uppeldisstefna.“ Borgarstjóri sagði eftir fundinn að málið yrði opnað.vísir/nadine Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að borgin ætli að rannsaka starfsemi vöggustofanna. „Ég held að miðað við það sem fram hefur komið þá muni borgin bregðast við því og skoða hvernig best verði að því staðið þannig að bæði rannsóknin og niðurstaða hennar njóti trausts,“ segir Dagur.
Reykjavík Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira