Elsti Íslendingurinn 109 ára í dag: „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. júlí 2021 17:15 Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn, fagnar 109 ára afmæli í dag. Hún er hress og kát og fylgist alltaf vel með þjóðmálunum. Hún þakkar langlífið reyk- og áfengislausum lífstíl. Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000. Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Dóra er fædd 6. júlí árið 1912 í Sigtúnum á Kláströnd í Grýtubakkahreppi. Hún er næst elst átta systkina. Hún bjó lengi á Akureyri en hefur verið á Skjóli við Kleppsveg í Reykjavík á síðustu árum. Í dag fagnar hún 109 ára afmæli sínu við ótrúlega góða heilsu. „Hún er þokkaleg, bara eftir aldri,“ segir Dóra og hlær. Hún segir að galdurinn við langlífi sé tiltölulega einfalt mál: „Fyrst og fremst það að vera ekki mikið í áfengi og ekki að reykja.“ Alltaf lifað heilbrigðu lífi Áskell Þórisson, 68 ára gamall sonur Dóru, tekur undir þetta. „Alla sína ævi lifði hún mjög heilbrigðu lífi. Hún gekk alltaf í vinnuna og fór í sund. Eins og hún segir sjálf þá reykti hún ekki og áfengi drakk hún ekki. Hún hreyfði sig sem sagt og svaf og hún er að taka úr þessum heilsubanka núna,“ segir Áskell. Áskell Þórisson er sonur Dóru. Hann segir þau eiga gott samband. VÍSIR/ARNAR Dóra á einnig dóttur sem er 87 ára, fjögur barnabörn og fjögur langömmubörn. „Þegar maður er kominn um sjötugt og er að fara heimsækja móður sína, það er svolítið spes,“ segir Áskell. Man hlutina betur er sonurinn Það sé greinilega langlífi í fjölskyldunni. „Ég er svona aðeins farinn að velta því fyrir mér hvort þetta bíði mín líka,“ segir Áskell en hann og móðir hans eru mjög náin. Hann segir að þau tali reglulega saman í síma. „Hún man hlutina miklu betur en ég oft og tíðum. Hún er að minna mig á það sem ég hef ætlað að gera og hef gleymt. Þegar við tölum saman í síma og hún heyrir ekki í mér þá er það yfirleitt vegna þess að hún telur að síminn minn sé eitthvað bilaður,“ segir Áskell. Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist vel með þjóðmálunum. vísir/arnar Dóra les mikið, horfir á sjónvarp og fylgist með þjóðmálum. „Ég reyni það til að sjá hvað er framundan. Ég les mest blöðin, aðallega. Ég horfi líka á sjónvarpið ef það er eitthvað fróðlegt,“ segir Dóra og minnist á nýja ríkisstjórn sem tekur við í haust. „Það er sjálfstæðið sem ég hef alltaf kosið,“ segir Dóra sem hefur alltaf verið mikil sjálfstæðiskona. „Ég þarf að fara hitta manninn minn“ Dóra segist ekki vilja verða neitt mikið eldri þrátt fyrir að vera hress og kát. Þó að Dóra sé hress og kát ætlar hún sér ekki að verða neitt mikið eldri. „Ég nenni nú ekki að verða mikið eldri en ég þarf líka að fara hitta manninn minn,“ segir Dóra en eiginmaður hennar lést árið 2000.
Tímamót Reykjavík Eldri borgarar Langlífi Tengdar fréttir Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00 Mest lesið Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. 6. júlí 2020 20:00