Einhverju hafi verið ábótavant við festingar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2021 11:59 Frá vettvangi slyssins á Akureyri í fyrrdag. Vísir/Lillý Verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna segir alveg skýrt að eitthvað hafi verið ábótavant við festingar eða frágang þegar hoppukastali tókst á loft á Akureyri í fyrradag. Það vanti skýrari reglur í kring um starfsleyfi slíkra tækja hér á landi. Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís. Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Um sjötíu börn voru í hoppukastalanum þegar atvikið átti sér stað við Naustaveg á Akureyri á þriðjudag. Sex börn voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið. Sex ára gamalt barn var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og liggur nú mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr kastalanum. Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, þekkir regluverkið í kring um starfsleyfi hoppukastala. „Þetta er náttúrulega hroðalegt að þetta hafi þurft að gerast. Þar sem það er mjög þekkt að þetta geti gerst varðandi þessa kastala. Það var dauðaslys í Ástralíu og í Bretlandi,“ segir Herdís. Það séu til tveir staðlar fyrir hoppukastala: alþjóðlegur staðall og evrópskur staðall en þeir hafi ekki verið innleiddir hér á landi. Samkvæmt stöðlunum séu kröfurnar sem gerðar eru til svona tækja séu mjög strangar, til dæmis hvað varðar festingar, veðurskilyrði og þá er gerð krafa um að öryggisfulltrúi sé á vakt sem fylgist vel með. „Það á að fara og ganga á allar festingarnar og það á stöðugt að fylgjast með breytingum í vindi,“ segir Herdís en framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra sagði í samtali við Vísi í gær að hugsanlega hafi veðuraðstæður verið yfir viðmiðunarmörkum þegar slysið varð. Hoppukastarekstur er starfsleyfisskyld starfsemi en Herdís segir að það vanti skýrari reglur í kring um starfsemina. „Hvað á að uppfylla, hversu margir eiga að vera að vinna, hversu mörgum má hleypa inn á svæðið. Og ef við erum að gera þetta faglega eins og í nágrannalöndunum á þetta allt að koma skýrt fram í starfsleyfinu, þegar þú færð starfsleyfi. Þetta vantar hérna, því miður,“ segir Herdís. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og samkvæmt upplýsingum þaðan er málið í algjörum forgangi. Tekin hefur verið skýrsla af hópi fólks sem staddur var á vettvangi „Svona lagað gerist ekki nema eitthvað sé að en hvað það er veit ég ekki. Lögreglan er að rannsaka þetta og það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu. En ég veit það að hlutur á ekki að geta tekist á loft nema einhverju sé ábótavant við festingar og frágang. Það er bara alveg skýrt,“ segir Herdís.
Akureyri Lögreglumál Hoppukastalaslys á Akureyri Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira