Glæsimark Insigne dugði Ítölum í undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 2. júlí 2021 21:00 Insigne skoraði glæsilegt mark sem reyndist munurinn á liðunum. Pool/Getty Images/Andreas Geber Ítalía mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á þriðjudag. Þeir ítölsku unnu 2-1 sigur á Belgum í 8-liða úrslitum í München í kvöld. Margir biðu spenntir eftir leik kvöldsins þar sem án efa var um að ræða stærsta leik 8-liða úrslitanna ef litið er til gæða beggja liða hverrar viðureignar. Ítalir höfðu lent í vandræðum gegn Austurríkismönnum í 16-liða úrslitunum þar sem framlengingu þurfti til að þeir skiluðu 2-1 sigri. Belgar unnu aftur á móti nokkuð sannfærandi 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala. Ítalir virtust þó glíma við litla þreytu eftir framlengdan leik sinn þar sem þeir mættu beittari til leiks. Leonardo Bonucci skoraði mark snemma leiks eftir aukaspyrnu Lorenzo Insigne en myndbandsdómarar dæmdu það mark svo af þar sem Giorgio Chiellini var rangstæður í aðdragandanum. Ítalir voru áfram hættulegri aðilinn og tókst að nýta sér það eftir rúmlega hálftíma leik þegar Niccolo Barella kom liðinu í forystu eftir að hafa leikið á Thorgan Hazard og Thomas Vermaelen innan teigs og negldi boltanum í fjærhornið hægra megin úr teignum. Undir lok hálfleiksins tvöfaldaði Lorenzo Insigne forystu Ítala með frábæru marki þar sem hann skrúfaði boltann upp í hægra hornið frá D-boga vítateigsins, óverjandi fyrir Thibaut Courtois í marki Belga. Þeir belgísku fóru upp í sókn eftir miðjuna í kjölfarið þar sem Jéremy Doku sótti að ítölsku vörninni og Giovanni Di Lorenzo ýtti við honum innan teigs. Vítaspyrna var dæmd, þrátt fyrir mikil mótmæli þeirra ítölsku, og á punktinn steig Romelu Lukaku. Hann skoraði af miklu öryggi og gaf Belgum líflínu rétt fyrir hléið. Staðan 2-1 fyrir Ítali þegar hálfleiksflautið gall. Lukaku's blunt gesture to Donnarumma spotted after he scores penalty #BELITAhttps://t.co/brrOkuGq5v pic.twitter.com/SkVSMQznpg— Mirror Football (@MirrorFootball) July 2, 2021 Lukaku var nálægt því að jafna þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum þegar Kevin De Bruyne komst upp vinstra megin, gaf boltann fyrir á Lukaku sem skaut að opnu marki frá fjærstönginni en Leonardo Spinazzola komst fyrir, bjargaði á línu, og viðhélt forystu þeirra ítölsku. Þreyta fór að segja til sín þegar leið á og fóru þónokkrir leikmenn örþreyttir af velli. Nacer Chadli var hins vegar svo óheppinn að meiðast aðeins tveimur mínútum eftir að hafa leyst Thomas Meunier af hólmi. Mótinu lauk þá líkast til hjá Leonardo Spinazzola, sem tognaði, og var borinn grátandi af velli. Eftir færi Lukaku snemma í hálfleiknum gekk þeim belgísku hins vegar illa að skapa sér færi. Jéremy Doku var líflegur og átti frábæran sprett sem lauk með föstu skoti rétt yfir markið um tíu mínútum fyrir leikslok. Belgar náðu hins vegar ekki að brjóta þéttan varnarmúr ítalska liðsins. 2-1 fór leikurinn fyrir þá ítölsku og fara þeir því áfram í undanúrslit mótsins. Þar mæta Ítalir liði Spánar sem vann Sviss í vítaspyrnukeppni fyrr í dag. Liðin eigast við á Wembley á þriðjudagskvöld. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. 2. júlí 2021 10:31
Ítalía mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á þriðjudag. Þeir ítölsku unnu 2-1 sigur á Belgum í 8-liða úrslitum í München í kvöld. Margir biðu spenntir eftir leik kvöldsins þar sem án efa var um að ræða stærsta leik 8-liða úrslitanna ef litið er til gæða beggja liða hverrar viðureignar. Ítalir höfðu lent í vandræðum gegn Austurríkismönnum í 16-liða úrslitunum þar sem framlengingu þurfti til að þeir skiluðu 2-1 sigri. Belgar unnu aftur á móti nokkuð sannfærandi 1-0 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum Portúgala. Ítalir virtust þó glíma við litla þreytu eftir framlengdan leik sinn þar sem þeir mættu beittari til leiks. Leonardo Bonucci skoraði mark snemma leiks eftir aukaspyrnu Lorenzo Insigne en myndbandsdómarar dæmdu það mark svo af þar sem Giorgio Chiellini var rangstæður í aðdragandanum. Ítalir voru áfram hættulegri aðilinn og tókst að nýta sér það eftir rúmlega hálftíma leik þegar Niccolo Barella kom liðinu í forystu eftir að hafa leikið á Thorgan Hazard og Thomas Vermaelen innan teigs og negldi boltanum í fjærhornið hægra megin úr teignum. Undir lok hálfleiksins tvöfaldaði Lorenzo Insigne forystu Ítala með frábæru marki þar sem hann skrúfaði boltann upp í hægra hornið frá D-boga vítateigsins, óverjandi fyrir Thibaut Courtois í marki Belga. Þeir belgísku fóru upp í sókn eftir miðjuna í kjölfarið þar sem Jéremy Doku sótti að ítölsku vörninni og Giovanni Di Lorenzo ýtti við honum innan teigs. Vítaspyrna var dæmd, þrátt fyrir mikil mótmæli þeirra ítölsku, og á punktinn steig Romelu Lukaku. Hann skoraði af miklu öryggi og gaf Belgum líflínu rétt fyrir hléið. Staðan 2-1 fyrir Ítali þegar hálfleiksflautið gall. Lukaku's blunt gesture to Donnarumma spotted after he scores penalty #BELITAhttps://t.co/brrOkuGq5v pic.twitter.com/SkVSMQznpg— Mirror Football (@MirrorFootball) July 2, 2021 Lukaku var nálægt því að jafna þegar stundarfjórðungur var liðinn af síðari hálfleiknum þegar Kevin De Bruyne komst upp vinstra megin, gaf boltann fyrir á Lukaku sem skaut að opnu marki frá fjærstönginni en Leonardo Spinazzola komst fyrir, bjargaði á línu, og viðhélt forystu þeirra ítölsku. Þreyta fór að segja til sín þegar leið á og fóru þónokkrir leikmenn örþreyttir af velli. Nacer Chadli var hins vegar svo óheppinn að meiðast aðeins tveimur mínútum eftir að hafa leyst Thomas Meunier af hólmi. Mótinu lauk þá líkast til hjá Leonardo Spinazzola, sem tognaði, og var borinn grátandi af velli. Eftir færi Lukaku snemma í hálfleiknum gekk þeim belgísku hins vegar illa að skapa sér færi. Jéremy Doku var líflegur og átti frábæran sprett sem lauk með föstu skoti rétt yfir markið um tíu mínútum fyrir leikslok. Belgar náðu hins vegar ekki að brjóta þéttan varnarmúr ítalska liðsins. 2-1 fór leikurinn fyrir þá ítölsku og fara þeir því áfram í undanúrslit mótsins. Þar mæta Ítalir liði Spánar sem vann Sviss í vítaspyrnukeppni fyrr í dag. Liðin eigast við á Wembley á þriðjudagskvöld.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. 2. júlí 2021 10:31
Lukaku gnæfði yfir Ítali í vetur og ætlar að halda því áfram í kvöld Ef að veðja ætti á einn leikmann í heiminum sem gæti brotið sér leið í gegnum ítalska múrinn og fundið leið framhjá Gianluigi Donnarumma þá virðist Romelu Lukaku skynsamlegt val. Lukaku fær að reyna sig gegn Ítölum í stórleik 8-liða úrslita EM í kvöld. 2. júlí 2021 10:31
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti