Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Leiknir 4-0 | Öruggur sigur Blika á Breiðhyltingum Árni Konráð Árnason skrifar 3. júlí 2021 17:15 Vísir/Hulda Margrét Breiðablik tók á móti Leiknismönnum í Kópavoginum í dag. Leiknismenn, sem að hafa aldrei sótt þrjú stig af Blikum, voru án Sævars Atla markahæsta leikmanns Leiknis sem að glímir við meiðsli. Það var því ljóst að Leiknismenn ættu erfitt verkefni fyrir höndum sér í dag gegn Blikum sem að sitja í öðru sæti deildarinnar. Það tók Blika aðeins örfáar mínútur að komast yfir. Það gerði Kristinn Steindórsson á 7. mínútu leikins. Blikar áttu hornspyrnu og voru nánast allir Blikarnir búnir að umkringja Guy Smit í markinu. Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf sem að barst til Viktors Margeirs sem að átti skalla í varnarmann. Þaðan datt boltinn niður fyrir Kristinn Steindórsson, sem að fékk allt of mikinn tíma inn í teig Leiknismanna og setti boltann snyrtilega í netið, 1-0 fyrir Breiðablik. Leikurinn var mjög opinn og sóttu bæði lið hátt á vellinum. Leiknismenn áttu allt of auðvelt með að sleppa inn fyrir þriggja manna varnarlínu Blika. Á 25. mínútu virtist Andres Diaz vera við það að komast einn í gegn þegar að Damir Muminovic virtist brjóta á honum. Í endursýningu sást hann nota höndina til þess að stugga við Andresi sem að féll til jarðar. Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, var þó ekki á þeirri skoðun og sleppti því að dæma. Tveimur mínútum síðar, hinu megin á vellinum, náðu Blikar að setja boltann aftur í net Leiknismanna. Það var á 27. mínútu sem að Blikar fá hornspyrnu. Aftur umkringdu þeir Guy Smit í markinu og var það Höskuldur Gunnlaugsson sem að tók hornspyrnuna þar sem að Guy Smit þurfti að hafa sig allan við að blaka boltanum í burtu. Boltinn endaði í stönginni og endurkastaðist aftur inn í pakkann. Þar var Viktor Örn Margeirsson grimmastur og kom boltanum yfir marklínuna, 2-0 fyrir Blikum. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik, þó svo að bæði lið hafi fengið færi til. Vandræði Leiknismanna héldu áfram í seinni hálfleik þegar að þeir misstu tvo leikmenn út af velli á fyrstu 15. mínútunum vegna meiðsla. Guy Smit, markvörður Leiknismanna, virtist hafa fengið högg á vinstri löpp eftir samstuð við Thomas Mikkelsen. Daníel Finns fór einnig út af velli en hann virtist hafa fengið högg eftir hornspyrnu Blika. Yfirburðir Blika í seinni hálfleik voru algjörir. Þeir spiluðu boltanum vel á milli sín nær allan tímann á vallarhelmingi Leiknismanna. Þeir uppskáru mark á 73. mínútu leiksins þegar að varamaðurinn Gísli Eyjólfsson stýrði boltanum í net Leiknismanna eftir samspil við Viktor Karl Einarsson. Gísli, sem að var í landsliðshóp nú á dögunum, á að byrja alla leiki hjá Blikum. Hann sendi skýr skilaboð á Óskar Hrafn þegar að hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Það gerði hann einungis 4. mínútum seinna eða á 77. mínútu leiksins og kom Blikum þar með í 4-0. Sigurður Heiðar gerði í kjölfarið á markinu, þrjár breytingar á liði sínu. Lítið batnaði spilamennska Leiknismanna við það og voru leikmenn Breiðabliks gjörsamlega að leika sér inn á vellinum. Fleiri urðu mörkin þó ekki og 4-0 sigur Breiðabliks staðreynd. Blikar eru einungis 5 stigum á eftir Val og eiga leik til góða. Með spilamennsku sinni í dag að þá setja þeir mikla pressu á Valsmenn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var einfaldlega of stór biti fyrir Leiknismenn. Þeir stjórnuðu leiknum þó svo að Leiknismenn hafi náð að opna þá af og til, en þeir nýttu ekki færin sín og það er það sem að telur. Seinni hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Leiknismanna og þegar að lið eins og Breiðablik situr um markið hjá þér að þá áttu von á að fá mark á þig. Leiknismenn sem að eru vanir að vera fastir fyrir, voru það ekki í dag. Það vantaði hungrið í Leiknismenn í dag og seinni hálfleikur einkenndist af hálfgerðu andleysi af þeirra hálfu. Blikar nýttu sér það og virtust leika sér að leiknismönnum. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson byrjaði á bekknum í dag, en hann glímir við smávægileg meiðsli. Það sást þó ekki á spilamennsku hans, en hann kom inn á og skoraði 2 mörk í dag á 4. mínútna kafla einungis 7. mínútum eftir að hann kom inn á. Það er ekki hægt að líta fram hjá hans frammistöðu í dag. Viktor Karl Einarsson var virkilega öflugur í dag og má vera sáttur með sína spilamennsku. Jason Daði kom aftur inn í lið Breiðabliks í dag og var mjög líflegur. Kraftur í honum og mikil vinnusemi. Hvað fór illa? Þó svo að Breiðablik hafi unnið 4-0 að þá segir það ekki alla söguna. Leiknismenn áttu mjög auðvelt með að sleppa inn fyrir vörn Blika í fyrri hálfleik. Blikar voru stálheppnir að þeir hafi ekki nýtt færin sín. Það virtist sem að Leiknismenn hafi ekki viljað þetta nóg, jafnvel að þeir hafi ekki haft trú á verkefninu. Það alla vega sást ekki á þeim. Þeir byrjuðu leikinn framarlega á vellinum en á seinasta þriðjung leiktímans að þá var eins og þeir hefðu gefist upp. Þeir fá sömuleiðis á sig 2 mörk í fyrri hálfleik úr föstu leikatriði og þeir hafa verið að fá á sig ansi mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem að Sigurður, þjálfari Leiknis, þarf að rýna vel í og laga. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Lúxemborgar og spilar þar gegn Racing eftir 5 daga í Evrópudeildinni. Leiknir spilar eftir 9 daga, þann 12. júlí gegn botnliði ÍA þar sem að þeir verða að sækja stig til þess að forða sér frá botninum. Sigurður Heiðar var ósáttur með dómarann í leiknum „Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki“. Sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. Gísli Eyjólfsson: Mjög mikilvægt til þess að halda okkur þarna uppi Gísli Eyjólfsson.vísir/bára Gísli Eyjólfsson kom inn á völlinn á 66. mínútu, en hann hefur glímt við lítilsháttar meiðsl. Gísli var mjög sáttur með sigurinn „Gríðarlega gott að fá þrjú stig, mjög mikilvægt til þess að halda okkur þarna uppi“ Gísli skoraði eftir að hafa verið inn á í einungis 7. mínútur og bætti síðan við öðru marki seinna einungis 4. mínútum seinna. „Gríðarlega sáttur, ég hef ekki verið að pota inn þessu mörkum í sumar þannig að það er fínt að hafa gert tvö núna“ sagði Gísli. Óskar Hrafn: Sáttur við að hafa náð í þrjú stig og skorað fjögur mörk Óskar Hrafn var ánægður með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var mjög sáttur í viðtali í dag. „mjög sáttur við að ná í þrjú stig og skora fjögur mörk. Að vinna Leikni og að vinna Leikni 4-0, ég er mjög sáttur“ sagði Óskar. „Þetta er ágætis veganesti í það. Það staðfestir það að við séum á ágætum stað. Við höfum verið stígandi í spilamennskunni okkar í sumar. Ég held að menn mæti bara með kassann úti og sjálfstraustið í þessa tvo leiki sem framundan eru“ og vísar þar í Evrópudeildar leikina sem að Breiðablik á við Racing frá Lúxemborg. Liðin spila í Lúxemborg eftir 5 daga og seinni leikurinn verður 15. júlí hér heima. 28 mörk skoruð í 11 leikjum hjá Blikum, flest allra liða. „Ég er mjög sáttur við það og ég er líka sáttur við það að við erum að skapa okkur mikið af færum. Við erum hæsta xG á hvert skot í deildinni þannig að við erum skapa mikið af færum og skora mikið af mörkum og það er auðvitað eitthvað sem að allir stefna að. Menn eru að nýta færin sín og menn eru að bera virðingu fyrir færunum sem að þeir fá þannig að það er mjög gleðilegt“ sagði Óskar Hrafn. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Leiknir Reykjavík
Breiðablik tók á móti Leiknismönnum í Kópavoginum í dag. Leiknismenn, sem að hafa aldrei sótt þrjú stig af Blikum, voru án Sævars Atla markahæsta leikmanns Leiknis sem að glímir við meiðsli. Það var því ljóst að Leiknismenn ættu erfitt verkefni fyrir höndum sér í dag gegn Blikum sem að sitja í öðru sæti deildarinnar. Það tók Blika aðeins örfáar mínútur að komast yfir. Það gerði Kristinn Steindórsson á 7. mínútu leikins. Blikar áttu hornspyrnu og voru nánast allir Blikarnir búnir að umkringja Guy Smit í markinu. Höskuldur Gunnlaugsson átti fyrirgjöf sem að barst til Viktors Margeirs sem að átti skalla í varnarmann. Þaðan datt boltinn niður fyrir Kristinn Steindórsson, sem að fékk allt of mikinn tíma inn í teig Leiknismanna og setti boltann snyrtilega í netið, 1-0 fyrir Breiðablik. Leikurinn var mjög opinn og sóttu bæði lið hátt á vellinum. Leiknismenn áttu allt of auðvelt með að sleppa inn fyrir þriggja manna varnarlínu Blika. Á 25. mínútu virtist Andres Diaz vera við það að komast einn í gegn þegar að Damir Muminovic virtist brjóta á honum. Í endursýningu sást hann nota höndina til þess að stugga við Andresi sem að féll til jarðar. Sigurður Hjörtur, dómari leiksins, var þó ekki á þeirri skoðun og sleppti því að dæma. Tveimur mínútum síðar, hinu megin á vellinum, náðu Blikar að setja boltann aftur í net Leiknismanna. Það var á 27. mínútu sem að Blikar fá hornspyrnu. Aftur umkringdu þeir Guy Smit í markinu og var það Höskuldur Gunnlaugsson sem að tók hornspyrnuna þar sem að Guy Smit þurfti að hafa sig allan við að blaka boltanum í burtu. Boltinn endaði í stönginni og endurkastaðist aftur inn í pakkann. Þar var Viktor Örn Margeirsson grimmastur og kom boltanum yfir marklínuna, 2-0 fyrir Blikum. Fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik, þó svo að bæði lið hafi fengið færi til. Vandræði Leiknismanna héldu áfram í seinni hálfleik þegar að þeir misstu tvo leikmenn út af velli á fyrstu 15. mínútunum vegna meiðsla. Guy Smit, markvörður Leiknismanna, virtist hafa fengið högg á vinstri löpp eftir samstuð við Thomas Mikkelsen. Daníel Finns fór einnig út af velli en hann virtist hafa fengið högg eftir hornspyrnu Blika. Yfirburðir Blika í seinni hálfleik voru algjörir. Þeir spiluðu boltanum vel á milli sín nær allan tímann á vallarhelmingi Leiknismanna. Þeir uppskáru mark á 73. mínútu leiksins þegar að varamaðurinn Gísli Eyjólfsson stýrði boltanum í net Leiknismanna eftir samspil við Viktor Karl Einarsson. Gísli, sem að var í landsliðshóp nú á dögunum, á að byrja alla leiki hjá Blikum. Hann sendi skýr skilaboð á Óskar Hrafn þegar að hann skoraði sitt annað mark í leiknum. Það gerði hann einungis 4. mínútum seinna eða á 77. mínútu leiksins og kom Blikum þar með í 4-0. Sigurður Heiðar gerði í kjölfarið á markinu, þrjár breytingar á liði sínu. Lítið batnaði spilamennska Leiknismanna við það og voru leikmenn Breiðabliks gjörsamlega að leika sér inn á vellinum. Fleiri urðu mörkin þó ekki og 4-0 sigur Breiðabliks staðreynd. Blikar eru einungis 5 stigum á eftir Val og eiga leik til góða. Með spilamennsku sinni í dag að þá setja þeir mikla pressu á Valsmenn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var einfaldlega of stór biti fyrir Leiknismenn. Þeir stjórnuðu leiknum þó svo að Leiknismenn hafi náð að opna þá af og til, en þeir nýttu ekki færin sín og það er það sem að telur. Seinni hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Leiknismanna og þegar að lið eins og Breiðablik situr um markið hjá þér að þá áttu von á að fá mark á þig. Leiknismenn sem að eru vanir að vera fastir fyrir, voru það ekki í dag. Það vantaði hungrið í Leiknismenn í dag og seinni hálfleikur einkenndist af hálfgerðu andleysi af þeirra hálfu. Blikar nýttu sér það og virtust leika sér að leiknismönnum. Hverjir stóðu upp úr? Gísli Eyjólfsson byrjaði á bekknum í dag, en hann glímir við smávægileg meiðsli. Það sást þó ekki á spilamennsku hans, en hann kom inn á og skoraði 2 mörk í dag á 4. mínútna kafla einungis 7. mínútum eftir að hann kom inn á. Það er ekki hægt að líta fram hjá hans frammistöðu í dag. Viktor Karl Einarsson var virkilega öflugur í dag og má vera sáttur með sína spilamennsku. Jason Daði kom aftur inn í lið Breiðabliks í dag og var mjög líflegur. Kraftur í honum og mikil vinnusemi. Hvað fór illa? Þó svo að Breiðablik hafi unnið 4-0 að þá segir það ekki alla söguna. Leiknismenn áttu mjög auðvelt með að sleppa inn fyrir vörn Blika í fyrri hálfleik. Blikar voru stálheppnir að þeir hafi ekki nýtt færin sín. Það virtist sem að Leiknismenn hafi ekki viljað þetta nóg, jafnvel að þeir hafi ekki haft trú á verkefninu. Það alla vega sást ekki á þeim. Þeir byrjuðu leikinn framarlega á vellinum en á seinasta þriðjung leiktímans að þá var eins og þeir hefðu gefist upp. Þeir fá sömuleiðis á sig 2 mörk í fyrri hálfleik úr föstu leikatriði og þeir hafa verið að fá á sig ansi mörg mörk úr föstum leikatriðum. Þetta er eitthvað sem að Sigurður, þjálfari Leiknis, þarf að rýna vel í og laga. Hvað gerist næst? Breiðablik fer til Lúxemborgar og spilar þar gegn Racing eftir 5 daga í Evrópudeildinni. Leiknir spilar eftir 9 daga, þann 12. júlí gegn botnliði ÍA þar sem að þeir verða að sækja stig til þess að forða sér frá botninum. Sigurður Heiðar var ósáttur með dómarann í leiknum „Mér fannst við mjög góðir fyrsta korterið og komum út í seinni hálfleik virkilega flottir. Svo missum við markmanninn okkar útaf, útaf dómaramistökum. Af hverju flautar hann ekki áður en að þeir lenda saman – ég skil það ekki“. Sagði Sigurður Heiðar þjálfari Leiknis og vísar þar í atvik þar sem að Thomas Mikkelsen var rangstæður en aðstoðardómarinn flaggaði seint og Thomas og Guy Smit lentu saman. Guy Smit fór útaf stuttu seinna. Gísli Eyjólfsson: Mjög mikilvægt til þess að halda okkur þarna uppi Gísli Eyjólfsson.vísir/bára Gísli Eyjólfsson kom inn á völlinn á 66. mínútu, en hann hefur glímt við lítilsháttar meiðsl. Gísli var mjög sáttur með sigurinn „Gríðarlega gott að fá þrjú stig, mjög mikilvægt til þess að halda okkur þarna uppi“ Gísli skoraði eftir að hafa verið inn á í einungis 7. mínútur og bætti síðan við öðru marki seinna einungis 4. mínútum seinna. „Gríðarlega sáttur, ég hef ekki verið að pota inn þessu mörkum í sumar þannig að það er fínt að hafa gert tvö núna“ sagði Gísli. Óskar Hrafn: Sáttur við að hafa náð í þrjú stig og skorað fjögur mörk Óskar Hrafn var ánægður með sigurinn.Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var mjög sáttur í viðtali í dag. „mjög sáttur við að ná í þrjú stig og skora fjögur mörk. Að vinna Leikni og að vinna Leikni 4-0, ég er mjög sáttur“ sagði Óskar. „Þetta er ágætis veganesti í það. Það staðfestir það að við séum á ágætum stað. Við höfum verið stígandi í spilamennskunni okkar í sumar. Ég held að menn mæti bara með kassann úti og sjálfstraustið í þessa tvo leiki sem framundan eru“ og vísar þar í Evrópudeildar leikina sem að Breiðablik á við Racing frá Lúxemborg. Liðin spila í Lúxemborg eftir 5 daga og seinni leikurinn verður 15. júlí hér heima. 28 mörk skoruð í 11 leikjum hjá Blikum, flest allra liða. „Ég er mjög sáttur við það og ég er líka sáttur við það að við erum að skapa okkur mikið af færum. Við erum hæsta xG á hvert skot í deildinni þannig að við erum skapa mikið af færum og skora mikið af mörkum og það er auðvitað eitthvað sem að allir stefna að. Menn eru að nýta færin sín og menn eru að bera virðingu fyrir færunum sem að þeir fá þannig að það er mjög gleðilegt“ sagði Óskar Hrafn.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti