NBA dagsins: Stal senunni með stæl, var hrint harkalega en lauk langri eyðimerkurgöngu Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2021 15:01 Chris Paul með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið vesturdeildina, í fyrsta sinn, en nú er stefnan sett á NBA-meistaratitilinn. AP Photo/Jae C. Hong Chris Paul kemur ekki lengur til greina sem besti körfuknattleiksmaður sem aldrei hefur komist í úrslit NBA-deildarinnar. Hann átti sviðið í gærkvöld þegar Phoenix Suns unnu LA Clippers í fjórða sinn og tryggðu sér vesturdeildarmeistaratitilinn. Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira
Paul er orðinn 36 ára, er á sinni sextándu leiktíð í NBA, hefur spilað þar með fimm liðum og leikið 123 leiki í úrslitakeppni, en nú fær hann í fyrsta skipti að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn. „Mér líður ansi vel með það. Þetta hefur verið mikil vinna,“ sagði Paul, ánægður með baráttuna í liðsfélögum sínum sem hann vildi helst fá að njóta þess að fagna með í stað þess að svara spurningum fjölmiðla. Paul tók yfir leikinn gegn Clippers í nótt með svakalegum seinni hálfleik þar sem hann skoraði 31 af 41 stigi sínu í leiknum. Hann setti niður hvert skotið á fætur öðru og í vonleysinu yfir því að geta ekki stöðvað Paul fór svo að Patrick Beverley hrinti honum harkalega niður og var vísað út úr húsi, eins og sjá má í NBA dagsins hér að neðan: Klippa: NBA dagsins 1. júlí Beverley var einn af nokkrum leikmönnum sem komu til Clippers árið 2017 í skiptum fyrir Paul sem fór þá til Houston Rockets. Hann lék með Oklahoma City Thunder á síðustu leiktíð en skipti svo yfir til Phoenix sem fyrir fram hljómaði kannski ekki eins og sérlega sniðug leið til að komast í fyrsta sinn í úrslit NBA-deildarinnar. Phoenix tókst hins vegar það sem engu liði hefur tekið, að komast beint í úrslit eftir að hafa ekki einu sinni komist í úrslitakeppnina í heilan áratug. Phoenix á þar með möguleika á að vinna NBA-deildina í fyrsta sinn en þetta verður í þriðja sinn í sögunni sem liðið leikur til úrslita. Síðast var það árið 1993. Í kvöld heldur einvígi Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks áfram en þar er staðan 2-2. Paul og félagar þurfa því að bíða í að minnsta kosti tvo leiki til viðbótar með að sjá hverjum þeir mæta í úrslitaeinvíginu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sjá meira