Sérstæð röksemdafærsla Heiðrúnar Daði Már Kristófersson skrifar 30. júní 2021 13:00 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Viðreisn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur skrifað margar ágætar greinar um sjávarútveg. Grein hennar á Vísi í gær er því miður ekki ein af þeim þar sem hún er uppfull af hálfsannleik og útúrsnúningum. Sú útfærsla samningaleiðar sem Viðreisn hefur lagt til gerir ráð fyrir úthlutun veiðiheimilda til lengri tíma með einkaréttarlegum samningum. Það er grundvallarskoðun Viðreisnar að fyrirsjáanleiki sé forsenda arðbærs sjávarútvegs. Reynsla Færeyinga er þar víti til varnaðar, ekki fyrirmynd eins og Heiðrún gefur til kynna. Ef nýtingarsamningarnir eru til langs tíma yrði einungis brot þessara heimilda yrði selt á hverju ári. Einkaréttarlegir nýtingarsamningarnir eru varðir af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Kostir þessarar lausnar er óumdeilanlega sanngjarnt veiðigjald, enda ákveður útgerðin það sjálf á markaði, og að pólitískri óvissu um framtíð kvótakerfisins yrði eytt fyrir útgerðina. Að öðru leyti yrði fiskveiðistjórnunarkerfið óbreytt. Athugasemdir mínar við grein Heiðrúnar eru eftirfarandi: Sala aflaheimilda í Færeyjum er ekki fyrirmynd, heldur víti til varnaðar. Þar var umgjörðin óljós og heimildirnar til of skamms tíma. Heiðrún bendir á gagnrýni hagfræðinga á gjaldtöku í sjávarútvegi. Mikilvægt atriði vantar þó í röksemdafærsluna. Einhvern veginn þarf að fjármagna þann samrekstur sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi eru sammála um, til dæmis velferðarkerfið. Allflestir skattar hafa neikvæð áhrif. Spurningin er því ekki hvort veiðigjöld valdi ekki skaða heldur hvort sá skaði sé minni en skaði annarrar skattlagningar. Alþjóðastofnanir, svo sem OECD (sjá hér), mæla því með skattlagningu takmarkaðra auðlinda fremur en til dæmis tekju- eða virðisaukasköttum. Heiðrún vitnar til greiningar minnar frá 2010, greiningar sem hún virðist ekki hafa lesið. Niðurstaða greinarinnar byggir á greiningu á efnahagsreikningi útgerðarinnar 2008, sem vægast sagt var mjög veikur (ég var raunar gagnrýndur fyrir þessa nálgun, sjá hér). Sama greining í dag myndi ekki leiða til sömu niðurstöðu. Eitt ber þó að taka undir í grein Heiðrúnar. Frjálst framsal aflaheimilda leiðir til samþjöppunar þeirra hjá þeim fyrirtækjum sem mest hagnast á útgerð. Frjálst framsal hefur verið til staðar á Íslandi frá 1991 og samþjöppun aflaheimilda hefur verið umtalsverð á þeim tíma. Stærri markaður er vissulega líklegur til þess að flýta þeirri þróun. Þessi þróun er þó óumflýjanlegur fylgifiskur frjáls framsals og mun gerast óháð því hvort ríkið kemur inn á markaðinn. Ef Heiðrún er á móti samþjöppun er hún þá líka á móti frjálsu framsali? Upphæð veiðigjalda hlýtur að vera aðalatriðið. Að það sé ekki of íþyngjandi fyrir útgerðina. Útgerðir hafa verið að kaupa aflaheimildir af öðrum útgerðum áratugum saman án þess að sjávarútvegurinn hafi borið skaða af. Hvernig getur skipt máli hver það er sem selur heimildirnar? Hvernig getur innkoma ríkisins sett allt á hliðina ef allt hefur ekki þegar farið á hliðina? Aðalatriðið við innheimtu veiðigjalds með sölu aflaheimilda er því hve mikið á að selja á hverju ári, og þá einnig hve langir samningarnir eiga að vera. Þetta lykilatriði hefði Heiðrún getað nefnt. Heiðrún sjálf heldur því fram að núverandi veiðigjald nemi 33% af hagnaði. Reikna má út hve mikið af aflaheimildum þyfti að selja á hverju ári til að ná sömu tekjum. Miðað við 6% vegna ávöxtunarkröfu er niðurstaðan að rúmlega 18 ára samningar myndu skila útgerðinni sömu afkomu. Samkvæmt þessu jafngildir núverandi veiðigjald útfærslu Viðreisnar þar sem lengd samninga er 18 ár. Höfundur er varaformaður Viðreisnar og prófessor í auðlindahagfræði við HÍ.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar