Innlent

Ekið á stúlku á reiðhjóli

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vísir/Egill

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um kvöldmatarleytið í gær þess efnis að ekið hefði verið á stúlku á reiðhjóli. Í dagbók lögreglu segir að stúlkan hafi hlotið minniháttar meiðsl en verið flutt á Landspítala til skoðunar.

Í umdæminu Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær var maður handtekinn vegna gruns um rán en hann látinn laus að lokinni skýrslutöku. Þá voru tveir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum en látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku.

Ein tilkynning barst vegna samkvæmishávaða en húsráðandi lofaði að lækka.

Í umdæminu Austurbær, Miðbær, Vesturbær og Seltjarnarnes var maður handtekinn vegna brots á vopnalögum. Var hann undir áhrifum og gistir fangageymslur þar til rennur af honum.

Annar var handtekinn vegna gruns um fíkniefnamisferli og þá var tilkynnt um innbrot í bílskúr og þjófnað á hlaupahjóli en ekki er vitað hver var að verki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×