Ólafía fékk inngöngu í starfsnám eftir tveggja ára baráttu Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 21:21 Ólafía Kristín Norðfjörð. Ólafía Kristín Norðfjörð hefur fengið inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar. Það er eftir tæplega tveggja ára baráttu gegn því að notkun lyfseðilsskyldra lyfja sé útilokandi þáttur við inntöku. Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“ Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira
Ólafía tók áður inn kvíðalyf og þegar hún sótti fyrst um inngöngu haustið 2019 var umsókn hennar hafnað vegna þessa. Hún hefur starfað sem lögreglukona frá byrjun árs 2019. Hún sagði frá því að umsókn hennar hefði verið samþykkt á Facebook fyrr í kvöld. Í samtali við Vísi segir hún lögreglumenn ekki eiga að skammast sín fyrir að leita sér hjálpar ef þörf sé á. Ólafía segir það hafa tekið á að berjast fyrir þessu í tæp tvö ár og dagurinn hafi verið tilfinningaþrunginn. „Það voru gerðar breytingar á inntökuferlinu sem gerðu það að verkum að í rauninni var maður metinn meira sem einstaklingur. Eins og þetta var áður, um leið og sást að ég var að taka inn lyf eða hafði sótt mér aðstoð hvað varðar andlega heilsu, var manni eiginlega bolað út,“ segir Ólafía. „Núna í dag er þetta þannig að maður fær meiri séns, myndi ég segja, til að sýna hver þú ert.“ Þetta segir hún góða breytingu og telur hún þetta vera betra til framtíðar. Ólafía segir það hafa vakið spurningar hjá henni að hún fékk að vinna sem lögreglukona en ekki mennta sig sem slík. Eins og hún mætti ekki leita sér aðstoðar við andlegri vanlíðan. Hún segir það ákveðið tabú að ræða um andlega heilsu lögreglumanna. Það sé þó mjög mikilvægt að slík umræða sé opin og ætti það í raun við allar starfsstéttir. „Við eigum ekkert að skammast okkar fyrir að leita okkur aðstoðar ef það gerist eitthvað og sækjast eftir aðstoðinni. Það hjálpar okkur.“ Hún segir lögreglumenn og konur mega sýna veikleika án þess að verða dæmd. Sjá eining: Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Ólafía segir baráttuna hafa verið langa en hún hafi verið þess virði. Nú fái hún loksins að gera það sem hana langi að gera og hún sjái framtíðina hjá lögreglunni. „Vonandi verður þetta til þess að fleiri opni augun fyrir því að það er allt í lagi að vera lögreglumaður og leita sér aðstoðar ef maður þarf þess. Það þarf ekki að vera eitthvað feimnismál.“
Lögreglan Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Lyf Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Sjá meira