Landbúnaður og kynlíf Hlédís Sveinsdóttir skrifar 29. júní 2021 12:00 Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Á setningu síðasta Búnaðarþings í mars síðastliðin velti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra því fyrir sér hvort við hugsuðum oftar um mat eða kynlíf. Áhugavert. Hvert svo sem svarið er þá er á þetta tvennt það sameiginlegt að vera lífsnauðsynlegt. Í raun þyrftum við bara þetta tvennt, getnað og góða næringu, til að viðhalda lífinu sjálfu. Undanfarið höfum við sem þjóð, já og heimsbyggðin öll, gengið í gegnum sjálfsskoðun tengda samskiptum kynjanna, spurt okkur áleitna spurninga og leitað svara. Leitað betrunar fyrir komandi kynslóðir svo þau erfi ekki okkar ósiði tengda skorti á opinni umræðu, skilning og virðingu. Megi þessi umræða færa okkur og komandi kynslóðum tækifæri til fallegra og sársaukalausa samskipta sem byggð eru á trausti. Landbúnaður er ekki föst stærð og inntak hugtaksins er lifandi. Hlutverk landbúnaðar er alltaf stórt, stærra en margir gera sér grein fyrir. Bændur eru til dæmis stærstu vörslumenn lands og sem slíkir okkar öflugustu vopn í loftslagsmálum. Eitt af meginhlutverkum landbúnaðar er og verður þó alltaf framleiðsla á góðri næringu. Við þurfum sem þjóð að standa vörð um þessa atvinnugrein, átta okkur á mikilvægi hennar og skapa þannig umhverfi að greinin hafi svigrúm til að laga sig að markaðnum. Það skiptir nefnilega máli hvernig staðið er að málum, hvað stendur að baki vörunni. Til þess að það sé hægt verður að vera gagnkvæmur skilningur, traust og virðing milli framleiðenda (bænda) og neytenda. Vatn og land ráða mestu um fæðuframboð í heiminum. Við erum sem þjóð rík af landbúnaðarlandi, vatni og við erum líka rík af innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum. Við eigum að geta framleitt fæðu langt umfram það sem við þurfum. Við flytjum hins vegar inn hærra hlutfall af fæðu okkar en flestar aðrar þjóðir. Við þurfum að spyrja okkur hvort sá matur, sú næring, sé jafn góð (innihald og umhverfisáhrif) og það sem við getum framleitt hérlendis. Hvaða gildi liggja að baki framleiðslunni. Þarna liggja líka tækifæri komandi kynslóða. Samtök iðnaðarins spáir því að árið 2050 verði 250.000 manns að störfum á Íslandi. Það eru 40 ný störf á viku fram að því. Á sama tíma spáir Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) að auka þurfi matvælaframleiðslu í heiminum um 70% til ársins 2050. Vitundarvakning er að eiga sér stað. Fólk og fyrirtæki eru að átta sig á mikilvægi landbúnaðar. Ramon Laguarta, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri PepsiCo segir að landbúnaður sé lykilinn til að takast á við loftslagsbreytingar. PepsiCo var að setja sér landbúnaðarstefnu. Fyrirtækið er með þrjá milljóna hektara undir þar sem bæta eða endurræsa á vistkerfin, tryggja heilbrigðan jarðveg, draga úr losun kolefnis, auka líffræðilegan fjölbreytileika og bæta kjör bænda. Stefnt er að því að fá öll innihaldsefni fyrirtækisins á sjálfbæran hátt fyrir árið 2030. Landbúnaðarmál eru ekki léttvæg málefni sem snerta bara þá sem starfa innan þess. Landbúnaður er lykilinn að betri framtíð okkar allra. Mig langar því að biðja þig að kynna þér landbúnaðarmál og setja þér landbúnaðarstefnu fyrir þig og þitt heimili. Það er til dæmis hægt að mynda tengsl við bændur og versla beint af þeim. Það er hægt að spyrja í mötuneytum og veitingastöðum hvaðan hráefnið er og mynda þannig þrýsting á innlend kaup. Lesa smáa letrið á umbúðum í verslunum og passa að það sé framleitt eftir þeim gildum sem þú vilt leggja áherslu á. Við þurfum þig, lesandi góður, til að vera með íslenskum landbúnaði í liði svo að komandi kynslóðir hafi aðgang að góðri næringu og geti nýtt þau tækifæri sem liggja í landbúnaðinum. Skilningur þinn og traust til framleiðslunnar skiptir öllu máli fyrir framþróun greinarinnar. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun