Fyrirtæki Trump hefur til morguns að forðast ákæru Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2021 23:30 Í New York er hægt að sækja fyrirtæki til saka. Saksóknarar virðast undirbúa ákærur á hendur fyrirtæki Donalds Trump. Vísir/EPA Saksóknarar í New York hafa gefið lögmönnum fyrirtækis Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frest til morguns til að færa rök fyrir því að það ætti ekki að sæta ákæru vegna fjármála þess. Fjármálastjóri Trump-fyrirtækisins gæti einnig verið ákærður. Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Washington Post hefur eftir heimildum sínum að umdæmissaksóknari á Manhattan og dómsmálaráðherra New York-ríkis hafi gefið Trump-fyrirtækinu fram á seinni partinn á morgun til að sannfæra saksóknara um að gefa ekki út ákæru. Embættin hafa hvort um sig rannsakað fyrirtækið undanfarin tvö ár en sameinuðu nýlega krafta sína. Rannsóknir þeirra hafa meðal annars beinst að því hvort að fyrirtækið hafi notaði villandi upplýsingar um verðmæti eigna sinna til að blekkja lánveitendur og skattayfirvöld og hvort að skattar hafi verið greiddir af hlunnindum sem æðstu stjórnendur fyrirtækisins fengu. Í New York ríki er hægt að sækja fyrirtæki sem slík til saka. Auk Trump-fyrirtækisins sjálfs gæti Allen Weisselberg, fjármálastjóri þess til fjölda ára, sætt ákæru. Saksóknarar reyndu að fá hann til þess að aðstoða sig við rannsóknina en hann hafnað því að gera samning við þá. Bandaríska blaðið segir að þó að fresturinn sem saksóknararnir hafi gefið sé sterkasta vísbendingin um að ákærur gætu verið í farvatninu sé enn mögulegt að málin verði látin niður falla. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsóknunum sem pólitískum nornaveiðum. Hann á fyrirtækið ennþá í gegnum sjóð sem synir hans og Weisselberg stýra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47 Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Sjá meira
Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. 25. júní 2021 23:47
Saksóknarar í New York taka höndum saman gegn fyrirtæki Trumps Rannsókn saksóknara í New York á fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er nú orðin glæparannsókn. Þeir vinna nú með ríkissaksóknunum í Manhattan en í meira en ár hafa bæði embætti unnið að mismunandi rannsóknum á viðskiptum forsetans fyrrverandi og hafa þær nú verið sameinaðar. 19. maí 2021 09:42