Árásin átti sér stað fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna við Ingólfstorg aðfararnótt sunnudagsins 13. júní og hefur sá grunaði setið í gæsluvarðhaldi síðan þá. Ríkisútvarpið segir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi synjað því að framlengja gæsluvarðhaldið frekar þegar það rann út í dag. Niðurstaðan var kærð.
Fórnarlamb árásarinnar var sagt á batavegi eftir að hafa verið talið í lífshættu um tíma. Manninum var haldið sofandi í þrjá daga eftir árásina.