Fótbolti

Capellas kveður svekkta Dani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert Capellas hefur verið að gera virkilega góða hluti í Danmörku.
Albert Capellas hefur verið að gera virkilega góða hluti í Danmörku. Marton Monus/Getty

Flemming Berg, afreksstjóri danska knattspyrnusambandsins, staðfesti í fréttatilkynningu í dag að Albert Capellas sé hættur með U21 árs landslið félagsins.

Sambandið tilkynnti í dag að Albert Capellas sé hættur með landsliðið þar sem hann mun taka við starfi innan akademíu Barcelona, La Masia.

Capellas hefur náð eftirtektarverðum árangri með danska liðið en óvíst er hvað Capellas mun gera í akademíu Barcelona.

„Ég er svekktur yfir því að segja bless við Albert sem hefur náð frábærum úrslitum með U21 árs landsliðinu ásamt þjálfarateyminu,“ sagði Capellas.

„Hann hefur í starfi sínu samt U21-landsliðsþjálfari ásamt öðrum landsliðsþjálfurum byggt brú milli yngri landsliðanna og A-landsliðanna.“

„Við sjáum fleiri dæmi um það á stórmótunum í sumar og þeirri vinnu er ekki hætt,“ sagði Flemming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×