Hjólahvíslarinn hefur fengið nóg og boðar aðgerðir Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2021 13:38 Bjartmar Leósson, Hjólahvíslarinn, er búinn að fá alveg nóg af aðgerðarleysi af hálfu yfirvalda hvað varðar þrálátan hjólaþjófnað í Reykjavík og boðar til aðgerða. Seinna í dag ætlar Bjartmar Leósson að láta til skara skríða gegn manni sem hann segir ótíndan hjólaþjóf. Hópur á hans vegum ætlar að banka uppá og beita hópefli. „Stundum þarf að hjóla í hlutina. Það er bara þannig,“ segir Bjartmar sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt hjól sín eftir að þeim hefur verið stolið. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófum hefur nú staðið í um tvö ár. Nýlegasta dæmið, sem hefur kallað fram þau viðbrögð að Bjartmar boðar nú til aðgerða og hefur fengið nóg, er þannig til komið að Bjartmar sá mann, sem hann hefur lengi grunað um að sé viðriðinn hjólaþjófnað, á nýlegu hjóli í unglingastærð. „Hjólið passaði honum engan veginn. Og taldi ég grun minn þar með staðfestan.“ Bjartmar gekk á manninn sem bar af sér sakir. „Í kjölfarið fór ég að húsi góðkunningja hér í bænum og sé mann á 370 þúsunda króna rafhjóli sem ég veit að er stolið. Maðurinn var með buff fyrir andlitinu, sólgleraugu og derhúfu. Ég stökk á hann og segi: Hér er að finnast svolítið af stolnum hjólum. Hann svarar: Við erum búin að eiga þessa umræðu og ef þú böggar mig einu sinni enn þá verða afleiðingar.“ Tekur hótanir alvarlega Bjartmar telur fyllstu ástæðu til að taka þessa hótun alvarlega. En hefur nú vissu fyrir því hvar stolin hjól væri að finna. „Löggan mætti en þeir náðu að bulla hana í burtu. Partar hjólsins fundust í ruslagámi við húsið þeirra og nú er maður búinn að fá nóg. Ég og stór hópur ætlum að mæta til þeirra og sækja restina af hjólinu. Ég er ekki að hvetja til ofbeldis, ég vil mæta í krafti fjöldans. Setja upp skák og mát-stöðu.“ Bjartmar leggur á það ríka áherslu að þó til standi að beita hópefli gegn meintum hjólaþjófum sé ekki meiningin að því fylgi ofbeldi.aðsend Og það er það sem til stendur að gera seinni partinn í dag, strax eftir vinnu. En er hann þá ekki þar með að taka lögin í sínar hendur? „Já, ég hef verið spurður um það. Ég vil frekar segja að ég hafi verið að taka málin í mínar hendur. Lítils er að vænta frá lögreglu. Það hefur margsýnt sig og sannað. Ég hef einfaldlega verið að sækja hjólin og skila þeim til eigenda sinna og hvað er að því. Sé ekkert rangt við það. Stundum þarf að hjóla í hlutina.“ Stela fyrir næsta skammti Eins og áður sagði nýtur Bjartmar mikils stuðnings og þann stuðning hyggst hann virkja á eftir. Hann veit ekki hvort það sé hægt að fullyrða að nú sé hjólaþjófnaðarfaraldur, meiri en áður hefur verið, eitthvað hafi nú dregið úr því eftir að hann hóf að láta málefnið til sín taka. Þetta sé hins vegar viðvarandi vandamál. „Ákveðinn hópur góðkunningja hefur fengið að vaða í hjólin okkar. Þegar ég byrjaði var þetta í hrúgu fyrir utan gistiskýlið; nokkurra hundruð þúsunda króna hjól. Löggan keyrði fram hjá og öllum virtist skítsama, nema náttúrlega eigendum hjólanna. En það var enginn að gera neitt. Svo fór ég að hamast í þessu. Og þá var farið í að fela hjólin.“ Bjartmar segir að 99 prósent af hjólum sem hann endurheimti komi frá okkar veikasta fólki, sem er fast í miklum fíknefnavanda og hefur áfallasögu að segja frá æsku. „Ég hef samúð með mörgum úr þeim hópi en það breytir því ekki að þau ættu ekki að komast upp með svona umfangsmikinn þjófnað. Það þyrfti að herða eftirlit með þessu hópi, þessir smáglæpir eru orðnir svo miklir að þeir eru orðnir verulegt vandamál í Reykjavík.“ Stjórnvöld gera ekkert í vanda sem blasir við Bjartmar kallar eftir því hvernig staðið er að stuðningi við þetta fólk. Hann þekkir mörg dæmi um fólk sem er kannski stungið í fangelsi komi þaðan út og haldi uppteknum hætti eins og ekkert sé. Þetta sé vítahringur og tómt mál að tala um einhver betrun. „Það þarf að skoða öll skaðaminnkunarúrræði miklu betur. Svo þessi hópur þurfi ekki að stunda glæpi. Peningarnir sem þau fá til framfærslu eru búnir annan í mánuðinum. Þetta er stór hópur sem er að redda sér, oft á sterkum fíkniefnum. Þetta er bara eins og kafari sem vantar súrefni. Þau þurfa að bjarga sér og reiðhjól eru auðveld bráð. Fíkillinn er fastur í þessum klikkaða heimi, þar sem hann þarf að kaupa sín efni með því að stela. Algjör vítahringur.“ Aðgerðasinninn Bjartmar hefur vakið mikla athygli fyrir hugsjónastarf sitt og eiga margir honum það að þakka að hafa endurheimt hjól sín. Bjartmar hyggst nú virkja þann stuðning og setja meintum hjólaþjófi stólinn fyrir dyrnar.vísir/Stöð 2 Bjartmar lýsir þessum vanda sem stórri ryksugu sem er í botni meirihluta mánaðar, þá hverfi hlutir í stórum stíl. „Löggan og stjórnvöld vita vel af þessu, og að þau framfleyta sér með þeim hætti og þetta kemur sérlega illa niður á hjólreiðafólki sem mætir oft miklu tómlæti lögreglunnar. Og upplifir sig milli skips og bryggju. Það er „fucked“. Því sagt að skrifa bara skýrslu og fá kannski einhverjar bætur upp í skaðann hjá tryggingarfélaginu. Meðan allir vita hvað er í gangi. Þetta er algert úrræðaleysi. Magnað, það vita allir hvar skóinn kreppir en ekkert er gert!“ Ekkert mál að vera hjólaþjófur í Reykjavík Sumarið er tíminn, að sögn Bjartmars, hvað hjólastuld varðar. Dýrar úlpurnar eru vinsælli varningur að vetri til. Og nú hafa rafhlaupahjólin bæst við en þeim sé einstaklega auðvelt að stela. „Þetta kemur og fer í bylgjum en mikið til er þetta sami hópurinn sem er í þessu. Bara ef löggan myndi fylgjast með honum væri hægt að gera mikið í þessu. Fylgjast með síðunni okkar og þá ættu þeir að vita hvaða hjól um ræðir,“ segir Bjartmar sem heldur úti virkri síðu á Facebook sem heitir Hjóladót Tapað, fundið eða stolið. Hann tekur það fram að hann eigi í friðsömum samskiptum við stóran hlut þessa hóps. Rafhlaupahjólin hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi undanfarin árin og þeim er auðvelt að stela.Vísir „Einn þeirra skilað mér tveimur hjólum um daginn. Ég vil fara friðsömu leiðina. Ég gæti ekki, þó ég þyrfti að bjarga lífi mínu, lamið mann í andlitið. Það er mér óhugsandi tilhugsun. Þetta hefur ekki verið gert með hamagangi og látum. En nú kveður við annan tón. Haft er í alvarlegum hótunum og þetta eru ekki menn úr þeim hópi sem ég hef hingað til verið að eiga við. Þetta er harðsvíraðara og harðari krimmar. Sem þig myndi aldrei gruna að þau væru í þessu.“ Óttast hótanirnar en sættir sig ekki við þær Bjartmar viðurkennir það að hótanirnar trufli sig. En hann viti af fenginni reynslu að oft er þetta meira í orði en á borði. Hugmyndin er ógnarstjórnun. „Ég er búinn að fá nóg. Við erum fleiri sem höfum fengið ógeð á þessu og það er kominn tími til að snúa vörn í sókn.“ Varðandi aðgerðirnar sem til stendur að grípa í dag þá er hugmyndin sú að banka uppá hjá þeim í stórum hópi. „Þetta er svo mikil ósvífni. Við er að eiga menn sem eru með hjól gamals manns. Að við þurfum að bugta okkur og beygja er fáránlegt. En sýna þeim að ég stend ekki einn í þessu og við séum hætt að sætta okkur við þetta. Og viljum fá hjólið til baka. Við viljum með því senda skilaboð. Að það sé komið kastljós á þá, setja þrýsting þannig að þeir hugsi sig tvisvar um. Þegar þeir stela næsta hjóli, að þeir viti að ég stend ekki einn í þessu. Erum mörg að fylgjast með og hætt að sætta okkur við að þetta sé staða sem ekkert er hægt að gera í.“ Vill beita hópefli, ekki ofbeldi Bjartmar leggur á það ríka áherslu að ekki standi til að hafa uppi neitt sem heitir ofbeldi. „Þó svo að við séum að gera þetta svona og auðvelt sé að túlka þetta svo að við ætlum að berja mann og annan. En það er ekki uppleggið.“ En hvað fær Bjartmar til að standa í þessu hugsjónastarfi? Bjartmar segir að hann sé með ólæknandi hjóladellu og þannig hafi þetta eiginlega byrjað. „Og svo sá ég, sem íbúi í miðborginni, þetta bara gerast fyrir framan nefið á sér. Þetta blasti við og þegar maður kann að leggja saman tvo og tvo, heimilislaus maður á racer-hjóli sem kostar þrjú hundruð þúsund krónur?! Og enginn að gera neitt í þessu. Og ég veit hver eigandinn er. Af hverju ætti ég ekki að reyna að gera eitthvað í þessu? Þetta var snjóbolti sem hefur undið upp á sig. Ég sá að það er ekkert mál að vera hjólaþjófur í Reykjavík og ég er með lítið þol fyrir svona ömurð. Þetta byrjaði smátt en hefur rúllað upp í svolítið stóran bolta.“ Samgöngur Lögreglumál Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Stundum þarf að hjóla í hlutina. Það er bara þannig,“ segir Bjartmar sem hefur unnið sér inn sæmdarheitið Hjólahvíslarinn meðal þakklátra hjólaeigenda sem hafa fyrir hans tilstuðlan endurheimt hjól sín eftir að þeim hefur verið stolið. Barátta Bjartmars gegn hjólaþjófum hefur nú staðið í um tvö ár. Nýlegasta dæmið, sem hefur kallað fram þau viðbrögð að Bjartmar boðar nú til aðgerða og hefur fengið nóg, er þannig til komið að Bjartmar sá mann, sem hann hefur lengi grunað um að sé viðriðinn hjólaþjófnað, á nýlegu hjóli í unglingastærð. „Hjólið passaði honum engan veginn. Og taldi ég grun minn þar með staðfestan.“ Bjartmar gekk á manninn sem bar af sér sakir. „Í kjölfarið fór ég að húsi góðkunningja hér í bænum og sé mann á 370 þúsunda króna rafhjóli sem ég veit að er stolið. Maðurinn var með buff fyrir andlitinu, sólgleraugu og derhúfu. Ég stökk á hann og segi: Hér er að finnast svolítið af stolnum hjólum. Hann svarar: Við erum búin að eiga þessa umræðu og ef þú böggar mig einu sinni enn þá verða afleiðingar.“ Tekur hótanir alvarlega Bjartmar telur fyllstu ástæðu til að taka þessa hótun alvarlega. En hefur nú vissu fyrir því hvar stolin hjól væri að finna. „Löggan mætti en þeir náðu að bulla hana í burtu. Partar hjólsins fundust í ruslagámi við húsið þeirra og nú er maður búinn að fá nóg. Ég og stór hópur ætlum að mæta til þeirra og sækja restina af hjólinu. Ég er ekki að hvetja til ofbeldis, ég vil mæta í krafti fjöldans. Setja upp skák og mát-stöðu.“ Bjartmar leggur á það ríka áherslu að þó til standi að beita hópefli gegn meintum hjólaþjófum sé ekki meiningin að því fylgi ofbeldi.aðsend Og það er það sem til stendur að gera seinni partinn í dag, strax eftir vinnu. En er hann þá ekki þar með að taka lögin í sínar hendur? „Já, ég hef verið spurður um það. Ég vil frekar segja að ég hafi verið að taka málin í mínar hendur. Lítils er að vænta frá lögreglu. Það hefur margsýnt sig og sannað. Ég hef einfaldlega verið að sækja hjólin og skila þeim til eigenda sinna og hvað er að því. Sé ekkert rangt við það. Stundum þarf að hjóla í hlutina.“ Stela fyrir næsta skammti Eins og áður sagði nýtur Bjartmar mikils stuðnings og þann stuðning hyggst hann virkja á eftir. Hann veit ekki hvort það sé hægt að fullyrða að nú sé hjólaþjófnaðarfaraldur, meiri en áður hefur verið, eitthvað hafi nú dregið úr því eftir að hann hóf að láta málefnið til sín taka. Þetta sé hins vegar viðvarandi vandamál. „Ákveðinn hópur góðkunningja hefur fengið að vaða í hjólin okkar. Þegar ég byrjaði var þetta í hrúgu fyrir utan gistiskýlið; nokkurra hundruð þúsunda króna hjól. Löggan keyrði fram hjá og öllum virtist skítsama, nema náttúrlega eigendum hjólanna. En það var enginn að gera neitt. Svo fór ég að hamast í þessu. Og þá var farið í að fela hjólin.“ Bjartmar segir að 99 prósent af hjólum sem hann endurheimti komi frá okkar veikasta fólki, sem er fast í miklum fíknefnavanda og hefur áfallasögu að segja frá æsku. „Ég hef samúð með mörgum úr þeim hópi en það breytir því ekki að þau ættu ekki að komast upp með svona umfangsmikinn þjófnað. Það þyrfti að herða eftirlit með þessu hópi, þessir smáglæpir eru orðnir svo miklir að þeir eru orðnir verulegt vandamál í Reykjavík.“ Stjórnvöld gera ekkert í vanda sem blasir við Bjartmar kallar eftir því hvernig staðið er að stuðningi við þetta fólk. Hann þekkir mörg dæmi um fólk sem er kannski stungið í fangelsi komi þaðan út og haldi uppteknum hætti eins og ekkert sé. Þetta sé vítahringur og tómt mál að tala um einhver betrun. „Það þarf að skoða öll skaðaminnkunarúrræði miklu betur. Svo þessi hópur þurfi ekki að stunda glæpi. Peningarnir sem þau fá til framfærslu eru búnir annan í mánuðinum. Þetta er stór hópur sem er að redda sér, oft á sterkum fíkniefnum. Þetta er bara eins og kafari sem vantar súrefni. Þau þurfa að bjarga sér og reiðhjól eru auðveld bráð. Fíkillinn er fastur í þessum klikkaða heimi, þar sem hann þarf að kaupa sín efni með því að stela. Algjör vítahringur.“ Aðgerðasinninn Bjartmar hefur vakið mikla athygli fyrir hugsjónastarf sitt og eiga margir honum það að þakka að hafa endurheimt hjól sín. Bjartmar hyggst nú virkja þann stuðning og setja meintum hjólaþjófi stólinn fyrir dyrnar.vísir/Stöð 2 Bjartmar lýsir þessum vanda sem stórri ryksugu sem er í botni meirihluta mánaðar, þá hverfi hlutir í stórum stíl. „Löggan og stjórnvöld vita vel af þessu, og að þau framfleyta sér með þeim hætti og þetta kemur sérlega illa niður á hjólreiðafólki sem mætir oft miklu tómlæti lögreglunnar. Og upplifir sig milli skips og bryggju. Það er „fucked“. Því sagt að skrifa bara skýrslu og fá kannski einhverjar bætur upp í skaðann hjá tryggingarfélaginu. Meðan allir vita hvað er í gangi. Þetta er algert úrræðaleysi. Magnað, það vita allir hvar skóinn kreppir en ekkert er gert!“ Ekkert mál að vera hjólaþjófur í Reykjavík Sumarið er tíminn, að sögn Bjartmars, hvað hjólastuld varðar. Dýrar úlpurnar eru vinsælli varningur að vetri til. Og nú hafa rafhlaupahjólin bæst við en þeim sé einstaklega auðvelt að stela. „Þetta kemur og fer í bylgjum en mikið til er þetta sami hópurinn sem er í þessu. Bara ef löggan myndi fylgjast með honum væri hægt að gera mikið í þessu. Fylgjast með síðunni okkar og þá ættu þeir að vita hvaða hjól um ræðir,“ segir Bjartmar sem heldur úti virkri síðu á Facebook sem heitir Hjóladót Tapað, fundið eða stolið. Hann tekur það fram að hann eigi í friðsömum samskiptum við stóran hlut þessa hóps. Rafhlaupahjólin hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi undanfarin árin og þeim er auðvelt að stela.Vísir „Einn þeirra skilað mér tveimur hjólum um daginn. Ég vil fara friðsömu leiðina. Ég gæti ekki, þó ég þyrfti að bjarga lífi mínu, lamið mann í andlitið. Það er mér óhugsandi tilhugsun. Þetta hefur ekki verið gert með hamagangi og látum. En nú kveður við annan tón. Haft er í alvarlegum hótunum og þetta eru ekki menn úr þeim hópi sem ég hef hingað til verið að eiga við. Þetta er harðsvíraðara og harðari krimmar. Sem þig myndi aldrei gruna að þau væru í þessu.“ Óttast hótanirnar en sættir sig ekki við þær Bjartmar viðurkennir það að hótanirnar trufli sig. En hann viti af fenginni reynslu að oft er þetta meira í orði en á borði. Hugmyndin er ógnarstjórnun. „Ég er búinn að fá nóg. Við erum fleiri sem höfum fengið ógeð á þessu og það er kominn tími til að snúa vörn í sókn.“ Varðandi aðgerðirnar sem til stendur að grípa í dag þá er hugmyndin sú að banka uppá hjá þeim í stórum hópi. „Þetta er svo mikil ósvífni. Við er að eiga menn sem eru með hjól gamals manns. Að við þurfum að bugta okkur og beygja er fáránlegt. En sýna þeim að ég stend ekki einn í þessu og við séum hætt að sætta okkur við þetta. Og viljum fá hjólið til baka. Við viljum með því senda skilaboð. Að það sé komið kastljós á þá, setja þrýsting þannig að þeir hugsi sig tvisvar um. Þegar þeir stela næsta hjóli, að þeir viti að ég stend ekki einn í þessu. Erum mörg að fylgjast með og hætt að sætta okkur við að þetta sé staða sem ekkert er hægt að gera í.“ Vill beita hópefli, ekki ofbeldi Bjartmar leggur á það ríka áherslu að ekki standi til að hafa uppi neitt sem heitir ofbeldi. „Þó svo að við séum að gera þetta svona og auðvelt sé að túlka þetta svo að við ætlum að berja mann og annan. En það er ekki uppleggið.“ En hvað fær Bjartmar til að standa í þessu hugsjónastarfi? Bjartmar segir að hann sé með ólæknandi hjóladellu og þannig hafi þetta eiginlega byrjað. „Og svo sá ég, sem íbúi í miðborginni, þetta bara gerast fyrir framan nefið á sér. Þetta blasti við og þegar maður kann að leggja saman tvo og tvo, heimilislaus maður á racer-hjóli sem kostar þrjú hundruð þúsund krónur?! Og enginn að gera neitt í þessu. Og ég veit hver eigandinn er. Af hverju ætti ég ekki að reyna að gera eitthvað í þessu? Þetta var snjóbolti sem hefur undið upp á sig. Ég sá að það er ekkert mál að vera hjólaþjófur í Reykjavík og ég er með lítið þol fyrir svona ömurð. Þetta byrjaði smátt en hefur rúllað upp í svolítið stóran bolta.“
Samgöngur Lögreglumál Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira